30.11.2006 | 21:57
Búum í haginn
Þorvaldur Gylfason, prófessor í hagfræði, er sennilega sá íslenski hagfræðingur sem er hvað þekktastur úti í heimi. A.m.k. man ég að þegar ég var í hagfræðinámi erlendis var hann sá eini meðal íslenskra hagfræðinga sem mínir kennarar þekktu til. Hann hefur löngum látið sig þjóðmál varða og verið afar afkastamikill í ýmsum greinaskrifum í dagblöðum. Undanfarin ár hefur Þorvaldur verið vikulegur pistlahöfundur hjá Fréttablaðinu og hefur beinskeyttur stíll hans vakið hrifningu margra.
Í pistli sínum í dag fjallar Þorvaldur um málefni erlendra vinnuafls á Íslandi, málefni sem undirritaður hefur skrifað um á þessum vettvangi í tveimur bloggfærslum: Saga af batnandi lífskjörum og Margar hliðar á öllum teningum. Ég er sammála honum í því sem hann segir. Okkur er nauðsynlegt að hlúa vel að þeim útlendingum sem hingað koma, bæði gerir það samfélag okkar skemmtilegra, og betra.
Þorvaldur er eins og áður segir skemmtilegur penni en hann er jafnframt afburða fræðimaður og hefur hann meðal annars skrifað eina bestu bók sem ég hef lesið um hagvaxtarfræði. Sú er skrifuð á ensku en ég veit til þess að hún hefur einnig verið gefin út á pólsku, þannig að hann á eflaust eitthvað fylgi þar í landi.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.