RÚV af auglýsingamarkaði er ekki hagur auglýsenda

Nokkur umræða hefur verið um nýtt frumvarp sem liggur fyrir þinginu um breytingar á rekstrarfyrirkomulagi RÚV. Þetta frumvarp er arfavitlaust og einnig fullkomlega óþarft ef það leiðir til takmarkana. Hvað þarf að laga hjá RÚV - er nauðsynlegt að breyta?


Eitt atriði snertir þó a.m.k. þann geira sem við vinnum inní en það er tillagan um að  RÚV verði “fyrirferðaminna” á auglýsingamarkaði. Reyndar er sú tillaga nokkur sýndarmennska til að “róa” samkeppnisaðilana á auglýsingamarkaði. Lagt er til að RÚV fái ekki að selja auglýsingar á netinu (sem þeir eru hvort eð er ekki að gera) og að kostun verði ekki meira en 10% af auglýsingatekjum (sem er það sem hún er í dag). Mögulega ekki mikil breyting sem sagt, en hefur þó áhrif þegar horft er fram á veginn, sérstaklega varðandi netið.


Eðlilega höfum við sem kaupum auglýsingar áhyggjur af því að með því að takmarka stöðu RÚV á auglýsingamarkaði þá muni verð hugsanlega hækka og staða hinna “frjálsu” miðla verði óhóflega sterk. Sýnist þetta þó ekki þurfa að valda miklum áhyggjum á þessari stundu a.m.k. Það virðist ekki vera nein grimmdarsamkeppni hjá ljósvakamiðlunum. Verðskrár hafa hækkað í takt – ef ein verðskrá hækkar hækka hinar umsvifalaust og þannig verður til “ein verðskrá” á þessum markaði.


Í grunninn ætti staðan að vera einföld. RÚV er á auglýsingamarkaði eða ekki. Allar “hindranir” kalla á leiðir til að fara framhjá þeim. Það er engum til góðs.

  

Þórmundur Bergsson  | MediaCom | Managing Director Iceland | thormundur.bergsson@mediacom.is 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband