Hvað segir bréfalúgan þín um þig?

Í morgun þurfti ég einu sinni sem oftar að leysa konu mína af og fara með dóttur minni að bera út Fréttablaðið, henni finnst það afskaplega leiðinlegt (mér líka, fékk ógeð á blaðaútburði sem ungur maður er ég bar út Tímann) og vildi hún fyrir löngu síðan hætta þessum útburði og fá þennan extra klukkutíma í fegurðarblund. Við foreldrarnir sjáum þetta sem tæki til að kenna henni að maður fær ekki neitt fyrir ekki neitt, maður verður að vinna fyrir því sem mann langar í.

Jæja, ég sem sagt fór að bera út Fréttablaðið og Birtu og svo yfirleitt er alltaf aukaefni með, reyndar var óvenjulítið í morgun. Einn a3 fjórblöðungur og svo þetta vanalega samanbrotna útsendiefni frá fyrirtæki sem ég held að sendi út svona direkt meil á hverjum föstudegi inn í blaðinu, fylgiblöðin sem eru inní blaðinu gera manni oft óleik á þann hátt að það er vont að brjóta saman blaðið og þá er ég kominn að því sem ég ætlaði að skrifa um. Bréfalúgunni. Bréfalúgurnar eru eins fjölbreyttar og hurðirnar sem þær skreyta, eru í öllum stærðum og smæðum...sumar svo litlar að maður þarf nánast að rífa blaðið í öreyndir til að koma blaðinu til skila. Þessar bréfalúgur eru klárlega hannaðar með það eitt í huga að inn um þær komi eingöngu reikningar og jólakort. Sumar lúgurnar eru með gúmmí díngsi sem ég hef ímyndað mér að séu til að halda burtu dragsúgi og vondum veðrum, er ekki frá því að það komi gúmílýkt þegar maður reynir að troða blaðinu inn um þesssar lúgur.

Við erum að bera út um 60 blöð og ef það er ekkert aukaefni með, tekur útburðurinn sléttan hálftíma, hinsvegar getur hann farið allt upp í klukkutíma ef mikið er af fylgipósti....og nú er framundan mesti auglýsingatími ársins og maður fær létt ofsakvíðakast fyrir hönd dóttur minnar og sambýliskonu sem er reyndar hjartað í þessum útburði á mínu heimili. Ekki bætir svo úr skák að oft lítil eða engin lýsing við sumar dyrnar og eru sum húsin og aðkoma að þeim þannig að dóttir mín harðneitar að bera út í þau hús nema við annan mann.

Í morgun þegar ég var að berjast við þá bréfalúgu sem ég hef minnstar mætur á á blaðarúntinum, hugsaði ég með mér að hér þyrfti ríkistilskipun!!! Hvorki meira né minna, eða hreinlega kalla til Evrrópustaðalsfulltrúa. Ein stærð af bréfalúgu um allt land, takk fyrir... breidd bréfalúgunnar sé 40 sm og hæðin 10 sm. Lokið opnist inn, og og alveg beisik, ekkert gúmmí, engin díngs, blaðið er brotið einu sinni (það þyrfti ekki ekki að brjóta það nema maður vildi, þar sem breidd blaðsins er aðeins rétt um 29 sm), þessi stærð af bréfalúgu þýddi að það væri hægt að stinga blaðinu og öllum fylgiblöðum inn í einu. Þvílík hagræðing og hugsið ykkur hvað blaðburðarbörnin yrðu hress og ánægð í útburðinum. Held að þetta gæti orðið eitt mesta framfaraskref í póst- og blaðaútburði frá því að frímerkið var fundið upp.

En spurt var: Hvað segir bréfalúgan þín um þig?? Ekki neitt held ég. Held að fólk velti ekki fyrir sér bréfalúgunni þegar það kaupir sér hús, hvað þá að það sé fyrsta verk manna að skipta um bréfalúgu. Skrýtið í ljósi þess að bréfalúgan er alltaf opin og býður allt og alla velkomna...hvenær sem er sólarhringsins. Sálarlaust er bréfalúgulaust hús segi ég. Munið eftir smáfuglunum....
Halldór R Lárusson | Head of Art Direction | GCI Iceland | halldor.larusson@gci.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband