Jólunum flýtt?

Er það ekki rétt munað hjá mér að í fyrra var kveikt á Óslóartrénu svokallaða á öðrum sunnudegi í aðventu? Og er það ekki rétt munað hjá mér að hér áður fyrr, fyrir svona tuttugu árum eða svo, var jafnan kveikt á Óslóartrénu á þriðja sunnudegi í aðventu? Í það minnsta finnst mér þetta eitthvað undarlega snemma.

Reyndar finnst mér aðdragandi þessara jóla hafa verið svolítið undarlegur. Það var ekki fyrr en í kringum 20. nóvember að maður almennt merkti að jólin kæmu senn, ég ræddi þetta við aðra og flestir voru sammála mér. Hinn opinberi jólaundirbúningur, þ.e. jólaskreytingar á götum úti og auglýsingar tengdar jólunum, virtist byrja óvenju seint í ár. Það var í raun bara IKEA sem stóð undir nafni en þar á bæ voru menn farnir að undirbúa jólin í október. Reynar eru flestir sem ég hef rætt þetta mál við frekar sáttir við seinkun jólaundirbúningsins, mörgum hafa haft orð á því á síðustu árum að jólaundirbúningurinn byrji heldur snemma.

Nú hafa borgaryfirvöld í Reykjavík hins vegar ákveðið að kveikja á Óslóartrénu á fyrsta sunnudegi í aðventu. Heldur þykir mér það snemmbúið, eins og áður sagði. Kannski er ástæðan sú að þeir vilja breyta út af vananum, til þess að minna á að valdaskipti hafi orðið við sundin blá. Og kannski ekki. Hver veit?

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is

 


mbl.is Ljós tendruð á Óslóartrénu á sunnudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband