1.12.2006 | 23:23
Jólunum flýtt?
Er það ekki rétt munað hjá mér að í fyrra var kveikt á Óslóartrénu svokallaða á öðrum sunnudegi í aðventu? Og er það ekki rétt munað hjá mér að hér áður fyrr, fyrir svona tuttugu árum eða svo, var jafnan kveikt á Óslóartrénu á þriðja sunnudegi í aðventu? Í það minnsta finnst mér þetta eitthvað undarlega snemma.
Reyndar finnst mér aðdragandi þessara jóla hafa verið svolítið undarlegur. Það var ekki fyrr en í kringum 20. nóvember að maður almennt merkti að jólin kæmu senn, ég ræddi þetta við aðra og flestir voru sammála mér. Hinn opinberi jólaundirbúningur, þ.e. jólaskreytingar á götum úti og auglýsingar tengdar jólunum, virtist byrja óvenju seint í ár. Það var í raun bara IKEA sem stóð undir nafni en þar á bæ voru menn farnir að undirbúa jólin í október. Reynar eru flestir sem ég hef rætt þetta mál við frekar sáttir við seinkun jólaundirbúningsins, mörgum hafa haft orð á því á síðustu árum að jólaundirbúningurinn byrji heldur snemma.
Nú hafa borgaryfirvöld í Reykjavík hins vegar ákveðið að kveikja á Óslóartrénu á fyrsta sunnudegi í aðventu. Heldur þykir mér það snemmbúið, eins og áður sagði. Kannski er ástæðan sú að þeir vilja breyta út af vananum, til þess að minna á að valdaskipti hafi orðið við sundin blá. Og kannski ekki. Hver veit?
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Ljós tendruð á Óslóartrénu á sunnudag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.