3.12.2006 | 20:46
GCI styrkir baráttuna gegn HIV
Baráttan gegn alnæmi heldur áfram og liður í því er alnæmisdagurinn sem haldinn er 1. desember ár hvert. Dagurinn er tileinkaður baráttunni gegn sjúkdómnum hræðilega og er honum ætlað að auka vitund almennings um þennan mikla vágest.
Nú eru 25 ár liðin síðan fyrsta tilkynningin barst um að nýr sjúkdómur væri kominn fram á sjónarsviðið, sjúkdómur sem engin lækning væri til við. Síðan þá er talið að um 65 milljónir manns hafi smitast af HIV-veirunni, sem veldur alnæmi, og þar af hafa um 25 milljónir látið lífið eftir harða baráttu við sjúkdóminn, þar af 2,2 milljónir barna.
GCI í Bandaríkjunum hefur ákveðið að taka virkan þátt í baráttunni við alnæmi og en ár hvert gefur starfsfólk fyrirtækisins fé til styrktar HIV-miðstöðvar barnadeildar Mt. Sinai sjúkrahússins í New York. Þetta er eitt þekktasta sjúkrahús í heimi og er HIV-miðstöð barnadeildarinnar þar ein af leiðandi miðstöðvum sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Þar fá börn sem hafa annað hvort smitast af HIV eða orðið fyrir áhrifum af sjúkdómnum aðhlynningu, heilbrigðisstarfsfólks eða félagsráðgjafa eftir því sem við á.
Á síðasta ári gáfu starfsmenn GCI 2.100 dali, um 150 þúsund krónur, til styrktar miðstöðinni og markmiðið er að gera enn betur í ár. Tilkynnt verður eftir helgi hversu há gjöfin verður og er hægt að fylgjast með því hér á þessu bloggi.
Þetta framtak vinnufélaga okkar erlendis er aðdáunarvert og vonandi næst að gera betur en í fyrra.
Alnæmi er hvergi stærra vandamál en í löndum þriðja heimsins þar sem fátækt er mikil og aðgangur að lyfjum því ekki góður. Lyfjafyrirtæki heimsins hafa verið gagnrýnd fyrir að stuðla ekki að betri aðgangi að lyfjum en nú hefur Bill Clinton, fyrrum forseti Bandaríkjanna, náð samningum við indversk lyfjafyrirtæki um að bæta þar úr, en m.a. var greint frá þessu í frétt Fréttablaðsins í gær. Þetta er ánægjuleg frétt og vonandi að vitund almennings um vandamálið aukist. Það er óviðunandi að vitund aukist aðeins tímabundið þegar einhver þekktur deyr úr alnæmi.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.