4.12.2006 | 13:44
Undarleg jólahefð
Fréttir um að nú sé jólahafurinn í Gävle kominn á fætur marka í huga margra Svía upphafið að jólaundirbúningnum. Og fyrir mörgum er það jafn ómissandi þáttur í jólaundirbúningnum að frétta af því að hann hafi verið brenndur.
Margir virðast halda að svona eigi þetta bara að vera, ég man t.d. eftir að einhver túristi frá Bandaríkjunum kveikti í hafrinum fyrir nokkrum árum, vegna þess að hann hafði lesið um þessa hefð og ætlaði sko að skrá nafn sitt í sögubækurnar. Mannræfillinn var síðan lúbarinn af reiðum íbúum Gävle og stungið í steininn þar sem hann fékk að dúsa í einhverja daga. Sennilega hefur nafn hans ekki verið skráð gylltu letri á spjöld sögunnar.
Einhvern tímann var mér sagt að íkveikjur í jólahafrinum eigi rætur sínar að rekja til fornra erja milli nágrannabæja, þá lögðu menn stolt sitt í að eyðileggja fyrir nágrönnunum. Þessu má ef til vill líkja við að Seltyrningar gerðu sér ár hvert ferð á Austurvöll til þess að höggva niður Óslóartréð, sem þar er reist á hverju ári.
Nú hafa bæjaryfirvöld hins vegar gert ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að hafurinn brenni, en ég hef reyndar heyrt þennan áður. Skepnan er úr hálmi og því verður hún eldinum auðveldlega að bráð.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að vita það má bæta því við að Gävle, er heimabær Gevalia kaffimerkisins. Gävle heitir á latínu Gevalia.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Eldvarnarefni notað til að leika á jólageitarbana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.