Undarleg jólahefð

Fréttir um að nú sé jólahafurinn í Gävle kominn á fætur marka í huga margra Svía upphafið að jólaundirbúningnum. Og fyrir mörgum er það jafn ómissandi þáttur í jólaundirbúningnum að frétta af því að hann hafi verið brenndur.

Margir virðast halda að svona eigi þetta bara að vera, ég man t.d. eftir að einhver túristi frá Bandaríkjunum kveikti í hafrinum fyrir nokkrum árum, vegna þess að hann hafði lesið um þessa hefð og ætlaði sko að skrá nafn sitt í sögubækurnar. Mannræfillinn var síðan lúbarinn af reiðum íbúum Gävle og stungið í steininn þar sem hann fékk að dúsa í einhverja daga. Sennilega hefur nafn hans ekki verið skráð gylltu letri á spjöld sögunnar.

Einhvern tímann var mér sagt að íkveikjur í jólahafrinum eigi rætur sínar að rekja til fornra erja milli nágrannabæja, þá lögðu menn stolt sitt í að eyðileggja fyrir nágrönnunum. Þessu má ef til vill líkja við að Seltyrningar gerðu sér ár hvert ferð á Austurvöll til þess að höggva niður Óslóartréð, sem þar er reist á hverju ári.

Nú hafa bæjaryfirvöld hins vegar gert ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að hafurinn brenni, en ég hef reyndar heyrt þennan áður. Skepnan er úr hálmi og því verður hún eldinum auðveldlega að bráð.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að vita það má bæta því við að Gävle, er heimabær Gevalia kaffimerkisins. Gävle heitir á latínu Gevalia.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


mbl.is Eldvarnarefni notað til að leika á jólageitarbana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband