Ég er spenntur fyrir V-Power!

Skeljungur hóf á ný innflutning á Shell 99 oktana V-Power bensíni fyrir nokkru og ég var, bæði starfs míns vegna og vegna persónulegs áhuga, að kynna mér helstu staðreyndir um eiginleika þess og forsögu. Ýmislegt fann ég á vefnum, meðal annars álit ökumanna hér og þar um heiminn sem tjá skoðun sína og reynslu á ýmsum spjallþráðum. Líka hér á landi. Það vakti athygli mína hve ökumenn hér á landi, sem notuðu V-Power á sínum tíma urðu óhressir þegar innflutningi þess var hætt á sínum tíma. (Ástæða hlésins var að félagið þurfti á tankaplássi að halda undir lituðu díselolíuna.) Ég hef aldrei verið mikill áhugamaður um bensín. Þykir vænna um díselinn og svo hef ég alltaf talið að bensín væri bara bensín og ekki þyrfti að spá frekar í það. Brýnna væri að fylgjast með hvar það væri ódýrast.

 

En það var greinilegt að bensín er ekki bara bensín, og það vakti áhuga minn. Það kom mér semsagt á óvart að sumir hafa beinlínis skoðun á bensíntegundum og velja í samræmi við þær skoðanir. Ég fór því að kynna mér eiginleika þessa 99 oktana Shell V-Power bensíns, sem kostar um 8 krónum meira en 95 oktana bensín miðað við fulla þjónustu. Átta krónur eru átta krónur svo menn hljóta að hafa ástæðu til að velja V-Power fremur en 95 oktana bensínið. Hvað er það sem ræður úrslitum?

Eftir að hafa lesið upplýsingar hér og þar hallast ég að því að eiginleikar V-Power séu all vel geymt leyndarmál. Mér finnst skrýtið að það skuli ekki vera á vitorði fleira fólks, sem hugsar vel um bílinn sinn, hve mikil jákvæð áhrif V-Power hefur á afköst og „heilsu" véla. Þó að það kosti meira en annað bensín ætti maður að fá það til baka, að hluta að minnsta kosti, í formi lægri viðhaldskostnaðar.

Rannsóknir sýna nefnilega að V-Power, sem er það blýlausa bensín, sem hefur hæstu oktantölu á markaðnum, eyðir og útilokar myndun sóts og skíts á ventlum og heldur þeim hreinum. Afleiðingin er betra viðbragð og vinnsla í samræmi við markmið framleiðanda vélarinnar. Vélarnar verða ekki kraftmeiri heldur en upphaflega var ætlað heldur komast afköstin nær því sem framleiðandinn ætlaðist til. Gangurinn verður hreinni og hnökralausrari. Ég sá myndir af ventlum V-laga vélar, sem hafði verið prófuð á þann hátt að vélin var látin brenna venjulegu 95 oktana bensíni öðru megin og 99 oktana V-Power hinum megin. Vélin var látin ganga í ákveðið langan tíma og síðan var vélin tekin í sundur. Ég hefði ekki trúað því hve munurinn var mikill á áferð og útliti ventlanna. Hvað segja bifvélavirkjar um þetta?

Ég hef rætt við nokkra sem ég veit að nota V-Power og þeir segjast finna mun á bílnum. Einn sagði að sér fyndist bíllinn kraftmeiri. En svo voru tveir ósammála um eitt. Annar sagði að bíllinn eyddi minna en hinn sagði að hann eyddi meira. Ég held að miðað við hreinsunareiginleika V-Power geti það birst í skilvirkara afli vélarinnar og því geti það staðist að hann sé „kraftmeiri". Og ætli munur á bensíneyðslu geti ekki falist í mismunandi aksturslagi? Sé bíllinn „kraftmeiri" gæti það haft þau áhrif að skemmtilegra sé að keyra sem komi fram í aukinni eyðslu. En það væri áhugavert að gera vísindalega könnun á því. Mæla það. Og af því að konan mín ekur alltaf í samræmi við lög og reglur þá ætla ég að biðja hana um að gera þessa könnun fyrir mig. Taka bara V-Power og sjá hvað gerist. Ég er mjög spenntur!

Fyrir utan þessi atriði, sem ég hef nefnt þá ætti maður líka að sjá annan ávinning miðað við virkni V-Power og það er lægri viðhaldskostnaður til langs tíma litið. Er það ekki? Í framhaldi af þessu hef ég líka leitt hugann að því af hvaða gæðum ódýrasta 95 oktana bensínið hér á landi sé, t.d. hjá Atlantsolíu og Orkunni. Ætli það sé munur á gæðum þess og 95 oktana bensíni hinna olíufélaganna? Væri gaman að heyra skoðanir á því.

Og svo í blálokin, ég vil fá V-Power dísel á bílinn minn. Ég veit að það er til á öðrum mörkuðum. V-Power dísel, ég vil fá svoleiðis, ég er á Hilux og ekki veitir af! ;)

Bolli Valgarðsson Head of Media Relations | GCI Iceland |
bolli.valgardsson@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband