Eðlilegt skref

Þeim sem hafa fylgst með íslensku útrásinni þarf ekki að koma á óvart að íslenskur banki sé að opna skrifstofu í Kína. Þar er örast vaxandi markaður í heimi og gífurlegt fjármagn leitar bæði inn í landið og út úr því.

Það var í byrjun árs sem Glitnir tilkynnti að til stæði að opna skrifstofu í þessu fjölmennasta ríki heims og nú hefur skrefið sem sagt verið stigið til fulls. Það verður spennandi að sjá hvernig Glitni farnast í Kína, þarna eru gífurleg tækifæri fyrir banka sem kann að fara með þau.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


mbl.is Glitnir opnar skrifstofu í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já! ég segi það með þér! ég bíð spenntur! Glitnismönnum á örugglega eftir að farnast vel í hinum "nýja" heimi. Það er að segja, eins og þú segir, ef þeir kunna að nýta tækifærin vel. Þetta er hluti af útrás íslendinga og gaman verður að lesa um þessa útrás í fjölmiðlum - "Being small does not tell that one can´t make changes". En ég sendi inn athugasemd á einn blaðamann hjá "washington Post" sem byrjar grein sína á "Tiny country" með yfirskriftinni "Blame Iceland" í neikvæðum dúr en er að fjalla um Ísland og botvörpuveiðar. Ég segi bara: "Bíði menn bara! þeir vitia ekki við hvern þeir eiga við."  

http://www.newsaddi.blogspot.com/ 

Andres Jakob (IP-tala skráð) 5.12.2006 kl. 23:47

2 Smámynd: GreyTeam Íslandi ehf

Tækifærin eru til staðar, og ekki bara í Kína. Menn hafa t.d. bent á Indónesíu og Brasilíu sem ört vaxandi markaði og þangað má eflaust sækja ýmislegt.

Hvað varðar umfjöllun Washington Post þá byggir hún, eins og umfjöllun bandarískra blaða um Ísland gerir oft, á vanþekkingu um hagi lands og þjóðar.

/Sverrir Þór

GreyTeam Íslandi ehf, 6.12.2006 kl. 09:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband