Er dómsdagur í nánd?

Jæja, er nú komið að því? Eru tölvurnar að taka völdin? Varla.

Þegar eitthvað svona gerist, þ.e. að tölvur vinni sterka skákmenn í einvígjum eða vinna sterk skákmót, eru alltaf einhverjir sem byrja að tala um að nú sé dómsdagur í nánd. En hingað til hefur ekkert gerst, og það er ekki líklegt að svo muni verða á næstunni.

Nú eru að verða tíu ár síðan Deep Blue, eða Dimmblá eins og hún var kölluð á íslensku, sigraði Garrí Kasparov, þáverandi heimsmeistara, í einvígi. Sá sigur þótti marka mikil tímamót enda er Kasparov í huga flestra skákmanna sá besti sem nokkurn tímann hefur sest að tafli. Síðan varð nokkuð hljótt um skáktölvur; þær hafa tekið þátt í sterkum skákmótum, teflt einvígi við sterka skákmenn og haldin hafa verið skákmót skáktölva, en einhvern veginn hefur enginni tölvu tekist að festa sig í sessi sem sú besta, og því síður sem betri en bestu skákmenn heims. Hvað veldur?

Ég skal svo sem ekki fullyrða um það en mín skoðun er sú að tölvusmiðir hafa ekki enn fundið þann þátt sem gerir manninn frábrugðinn tölvunum. Ef við lítum á skákina sem dæmi geta komið upp stöður þar sem tölvur skynja engan veginn eðli stöðunnar. Sumir skákmenn leita í þannig stöður, og því munu þeir enn um sinn hafa visst forskot á tölvurnar en það er alveg ljóst að tölvurnar geta reiknað mun lengra og nákvæmar en mannsheilinn. En eins og ég segi, þær vantar þetta litla extra.

Hvað veldur því þá að tölva sigrar heimsmeistarann? Getur verið að hans skákstíll henti tölvunni. Hver veit?

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


mbl.is Deep Fritz gjörsigraði Kramnik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband