Kemur ekki á óvart

Mikið hefur verið fjallað um samruna kauphalla og hlutabréfamarkaða á síðustu misserum og má þar sérstaklega nefna kauphöllina í London (LSE) sem virðist vera einkar girnileg bráð. Meðal þeirra stóru aðila sem hafa verið nefndir í því samhengi má nefna Deutsche Börse (kauphöllina í Frankfurt), Nasdaq í New York og Euronext (sem m.a. rekur kauphallir í París og Amsterdam). Svei mér þá ef ekki allir þessir aðilar hafa gert tilboð í LSE sem hingað til hefur náð að verjast vel, ef svo má að orði komast. Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessari tískubylgju enda hefur Kauphöll Íslands nýlega sameinast OMX í Stokkhólmi. Reyndar var einhvern tímann talað um að OMX girntist LSE.

Greint er frá því í frétt á Vísir.is í dag að stjórn áðurnefndrar Euronext hafi ákveðið að mæla með yfirtökutilboði kauphallarinnar í New York (NYSE) við hlutahafa sína en þar með er afar líklegt að tilboðinu verði tekið. Þetta þarf ekki að koma á óvart í ljósi þeirrar miklu áherslu sem bandarísku hlutabréfamarkaðirnir hafa lagt á að ná fótfestu í Evrópu. Á meðan Nasdaq hefur gert ítrekaðar tilraunir til þess að kaupa LSE, hingað til árangurslausar, má ef til vill segja að NYSE hafi komið inn bakdyramegin. Reyndar er ég ekkert viss um að LSE sé stærri en Euronext en það er einhvern veginn mun meiri glans yfir því að kaupa kauphöllina í London, fjármálahöfuðborg heimsins.

Bandarísku kauphallirnar hafa eins og áður segir lagt mikið upp úr því að ná landi hér í Evrópu og það kæmi mér ekkert á óvart þótt við fáum að heyra af fleiri samrunum á næstunni.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband