7.12.2006 | 14:55
Minnkandi lestur?
Lestur dagblaða hefur dregist saman að undanförnu samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup, sem greint er frá í Morgunblaðinu í dag og á vef Viðskiptablaðsins í gær. Þetta vekur upp nokkrar spurningar. Getur verið að spádómar þeirra sem halda að netið muni drepa dagblöðin séu að rætast? Getur verið að hér sé um árstíðabundna sveiflu að ræða?
Þegar litið er á línurit sem fylgir fréttinni í Mogganum kemur í ljós að ekki virðist um árstíðasveiflu að ræða, því samkvæmt því sveiflast lesturinn til og frá hvenær sem er árs. Flestir þeir sem til þekkja eru á því að lestur dagblaða sé smám saman að aukast og því ætti netið ekki að hafa áhrif skyndilega núna. En hvað er það þá sem veldur þessari lækkun?
Í fyrsta lagi er lækkunin á milli kannana svo lág að það er innan tölfræðilegra skekkjumarka og í öðru lagi vil ég benda fólki á að lesa öftustu línurnar í frétt Moggans þar sem fjallað er um svarhlutfall. Það er 36,5% sem er afskaplega lítið. Eiginlega of lítið til þess að könnunin geti talist marktæk. Könnunin er því í raun ónýt.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.