7.12.2006 | 15:57
Loksins, loksins
Ég bjó lengi í Svíþjóð, og ég fylgist ennþá vel með sænskum fjölmiðlum og ég held ég geti fullyrt að ég hafi sjaldan upplifað jafnmikið, langvarandi, fjaðrafok og vegna geimævintýris þessa blessaða herra Fuglesang.
Maðurinn hefur verið að rembast við að komast upp í geiminn í nokkur ár og alltaf hefur hann verið næstur í röðinni að komast í áhöfnina, nema í þau nokkur skipti sem hann hefur komist í áhöfnina og ferðinni verið frestað.
En nú er sem sagt ljóst að hann er á leiðinni til stjarnanna og vinir mínir Svíar eru að tapa sér úr þjóðarrembingi. Stór hluti þjóðarinnar ætlar að horfa á geimskotið í beinni útsendingu og sem dæmi má nefna að Aftonbladet hefur verið með niðurteljara á heimasíðu sinni þar sem talið hefur verið niður að geimskotinu síðustu þrjár vikurnar eða svo. Síðast í gær var fengu blaðamenn sænsku blaðanna hland fyrir hjartað vegna þess að þá var gefið út að hægt væri að fresta geimskotinu allt þar til 10 mínutur væru eftir í skot.
En nú er hann sem sagt á leiðinni út í geiminn.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Fuglesang og tónlist ABBA loks á leið út í geim | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.