Loksins, loksins

Ég bjó lengi í Svíþjóð, og ég fylgist ennþá vel með sænskum fjölmiðlum og ég held ég geti fullyrt að ég hafi sjaldan upplifað jafnmikið, langvarandi, fjaðrafok og vegna geimævintýris þessa blessaða herra Fuglesang.

Maðurinn hefur verið að rembast við að komast upp í geiminn í nokkur ár og alltaf hefur hann verið næstur í röðinni að komast í áhöfnina, nema í þau nokkur skipti sem hann hefur komist í áhöfnina og ferðinni verið frestað.

En nú er sem sagt ljóst að hann er á leiðinni til stjarnanna og vinir mínir Svíar eru að tapa sér úr þjóðarrembingi. Stór hluti þjóðarinnar ætlar að horfa á geimskotið í beinni útsendingu og sem dæmi má nefna að Aftonbladet hefur verið með niðurteljara á heimasíðu sinni þar sem talið hefur verið niður að geimskotinu síðustu þrjár vikurnar eða svo. Síðast í gær var fengu blaðamenn sænsku blaðanna hland fyrir hjartað vegna þess að þá var gefið út að hægt væri að fresta geimskotinu allt þar til 10 mínutur væru eftir í skot.

En nú er hann sem sagt á leiðinni út í geiminn.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


mbl.is Fuglesang og tónlist ABBA loks á leið út í geim
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband