Þú skalt eigi stela!

Merkilegt að 57% Microsoft hugbúnaðar sem í notkun hér á landi skuli ekki vera löglega fenginn; það er keyptur, heldur afritaður. Semsagt stolinn. Sá viðtal við Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóra Microsoft hér á landi, í Viðskiptablaðinu 24. síðasta mánaðar. Hann segir okkur Íslendinga hafa á sér svartan blett hvað þessi mál varði og sé í hópi með þeim þjóðum veraldar sem séu mestu hugbúnaðarþjófar heims.

Halldór getur þess að ástæður þessa geti suimpart stafað af því að hér var allt til ársins 2003 enginn til staðar af hálfu Microsoft til að gæta hagsmuna fyrirtækisins. Þetta er svona svipað og þegar foreldrarnir eru að heima, þá leika börnin lausum hala! Og þannig var aðkoman er Microsoft opnaði á Íslandi. Allt í drasli!

Reyndar hefur Microsoft tekist á undraskömmum tíma að vekja landsmenn til meðvitundar um að þetta er ekki í lagi. Fjölmargir forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja eru að taka til í sínum ranni og koma hugbúnaðarleyfis málum sínum í lag. Hægt og bítandi. Hver samningurinn á fætur öðrum er gerður. En betur má ef duga skal. Þetta er að vísu þolinmæðisverk en ekki áhlaups. Dropinn holar steininn. Það gengur ekki að fyrirtæki sem vilja láta taka sig alvarlega og gæta að ímynd sinni styðjist við hugbúnað sem ekki eru leyfi fyrir. Það kallast hugbúnaðarstuldur.

Einstaklingar, heimilin í landinu, verða einnig að taka sig verulega á í þessum efnum. Mér finnst ekki mikið að greiða um 15 þúsund krónur fyrir Word, Excel, PowerPoint og Outlook sem ég má setja á þrjár tölvur heimilisins, þegar maður fær að auki reglulegar uppfærslur án vandamála til að tryggja stöðuga virkni þessara nauðsynlegu verkfæra. Þetta er spurning um móral! Þú skalt eigi stela!

Bolli Valgarðsson Head of Media Relations | GCI Iceland |
bolli.valgardsson@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GreyTeam Íslandi ehf

Takk fyrir svarið Keli. Já það kann að vera rétt að mörgum þyki hugbúnaður Microsoft dýr. Í tilfelli Office er um rúmar 4 þús. kr að ræða fyrir hvern hugbúnað (Word, Ecel, PowerPoint og Outlook). Sé tekið tillit til þess hve ómissandi manni finnast þessi verkfæri vera þá er þetta nú etv ekki svo mikið. Samsvarar einni ferð út að skemmta sér og varla það. Spurning um forgangstöð. :)

GreyTeam Íslandi ehf, 11.12.2006 kl. 08:55

2 Smámynd: GreyTeam Íslandi ehf

Auðvitað er brot á höfundarrétti það sama og þjófnaður, þú ert að taka eitthvað sem þú átt ekki og fara með það sem þitt. Og ef það er svona auðvelt að skipta Office-pakkanum út fyrir frían valkost af hverju gera fleiri það ekki?

Ástæðan fyrir því að skólar leita til Microsoft um hugbúnað er ef til vill sú að hugbúnaður þeirra er þægilegastur í notkun og auk þess nota langflest fyrirtæki hugbúnað frá fyrirtækinu, gildir þá einu hvort hann er illa fenginn eður ei. Skólarnir eru einfaldlega að veita sínum nemendum sem bestan undirbúning undir lífið.

Hvort eitthvað er dýrt eða ekki fer eftir mati þess er málið skoðar hverju sinni en ég held að flest fyrirtæki geti séð af þeirri upphæð sem til dæmis Office-pakkinn kostar. Ég held að mörg fyrirtæki eyði meiri peningum á hverjum degi í eitthvað sem ekki er nærri jafn gagnlegt.

Kveðja

Sverrir Þór

GreyTeam Íslandi ehf, 14.12.2006 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband