Undarleg fyrirsögn

Fyrirsögnum frétta er ætlað að laða lesendur að fréttinni en stundum má lesa ýmislegt úr þeim. Ég get af reynslu sagt að fyrirsagnasmíð getur verið eitt það tímafrekasta í starfi blaðamannsins. Flestir vilja skrifa grípandi fyrirsagnir en þær mega þó ekki vera þannig að þær innihaldi staðreyndavillur eða séu villandi. Þannig má stundum lesa ýmislegt úr fyrirsögnunum, m.a. annars hvort blaðamaðurinn var að flýta sér eða hvort hann þekkir efnið ekki nægilega vel.

Eitt dæmi um undarlega fyrirsögn er að finna í viðskiptafrétt á Vísir.is. Þar stendur að viðskiptahalli í Þýskalandi hafi aldrei verið minni. Fyrir þá sem hafa áhuga á efnahagsmálum og viðskiptum er þessi fyrirsögn lokkandi því Þýskaland er eitt mikilvægasta hagkerfi heims. En þegar lestur fréttarinnar hefst kemur í ljós að í fyrirsögninni eru tvær villur. Í fyrsta lagi er hér verið að fjalla um vöruskiptajöfnuð en ekki viðskiptajöfnuð og í öðru lagi eru vöruskipti jákvæð um ríflega 17,2 milljarða evra, þ.e. útflutningur umfram innflutning nam áðurnefndri upphæð. Það er EKKI vöruskiptahalli enda þýðir orðið neikvæðan vöruskiptajöfnuð, þ.e. innflutning umfram útflutning. Halli getur heldur aldrei verið minni en núll. Í stærðfræði er halli vissulega stundum skrifaður með neikvæðu formerki (mínus) en það segir ekkert um sjálfan hallann, eingöngu í hvaða átt hann er. Sjálfur hallinn getur aldrei verið minni en núll. Þegar vöruskipti eru jákvæð er enginn halli. Og hananú.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband