8.12.2006 | 16:08
Undarleg fyrirsögn
Fyrirsögnum frétta er ætlað að laða lesendur að fréttinni en stundum má lesa ýmislegt úr þeim. Ég get af reynslu sagt að fyrirsagnasmíð getur verið eitt það tímafrekasta í starfi blaðamannsins. Flestir vilja skrifa grípandi fyrirsagnir en þær mega þó ekki vera þannig að þær innihaldi staðreyndavillur eða séu villandi. Þannig má stundum lesa ýmislegt úr fyrirsögnunum, m.a. annars hvort blaðamaðurinn var að flýta sér eða hvort hann þekkir efnið ekki nægilega vel.
Eitt dæmi um undarlega fyrirsögn er að finna í viðskiptafrétt á Vísir.is. Þar stendur að viðskiptahalli í Þýskalandi hafi aldrei verið minni. Fyrir þá sem hafa áhuga á efnahagsmálum og viðskiptum er þessi fyrirsögn lokkandi því Þýskaland er eitt mikilvægasta hagkerfi heims. En þegar lestur fréttarinnar hefst kemur í ljós að í fyrirsögninni eru tvær villur. Í fyrsta lagi er hér verið að fjalla um vöruskiptajöfnuð en ekki viðskiptajöfnuð og í öðru lagi eru vöruskipti jákvæð um ríflega 17,2 milljarða evra, þ.e. útflutningur umfram innflutning nam áðurnefndri upphæð. Það er EKKI vöruskiptahalli enda þýðir orðið neikvæðan vöruskiptajöfnuð, þ.e. innflutning umfram útflutning. Halli getur heldur aldrei verið minni en núll. Í stærðfræði er halli vissulega stundum skrifaður með neikvæðu formerki (mínus) en það segir ekkert um sjálfan hallann, eingöngu í hvaða átt hann er. Sjálfur hallinn getur aldrei verið minni en núll. Þegar vöruskipti eru jákvæð er enginn halli. Og hananú.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.