Bankamaður hinna fátæku

Í dag, 10. desember er Nóbelsdagurinn, þ.e. Nóbelsverðlaunin eru afhent í Stokkhólmi og Osló - friðarverðlaun Nóbels eru ávallt veitt í Osló en öll hin í Stokkhólmi. Að þessu sinni vil ég fjalla aðeins um manninn sem hlýtur friðarverðlaunin, en hann er að mínu mati vel að verðlaununum kominn. Það er hagfræðingurinn Muhammad Yunus frá Bangladesh.

Bangladesh er eitt fjölmennasta, og jafnframt eitt fátækasta, land heims en Yunus hefur um áratugaskeið barist gegn fátæktinni sem þar ríkir. Á því herrans ári 1976 stofnaði hann Grameen Bank sem hefur það eitt markmið að aðstoða fátækt fólk við að koma undir sig fótunum. Grameen Bank ku þýða þorpsbanki, eða eitthvað í þá áttina.

Unnið er eftir microcredit-hugmyndafræðinni, sem Yunus er höfundur að (microcredit þýðir örlán) en í því felst að veita lán til reksturs, til þeirra sem eru of fátækir til þess að vera gjaldgengir til lántöku í hefðbundnum bönkum.

Vextir á lánum bankans eru lægri en vextir hjá hinu opinbera og jafnframt er ekki krafa um veð eða ábyrgð á lánunum, viðskiptavinum er treyst til þess að standa við sitt. Útlán bankans eru fjármögnuð með innlánum sem eru á afar góðum vöxtum, frá 8,5-12%, en ekki hefur verið tekið við fjárstyrkjum frá árinu 1998.

Ég hvet alla til þess að fylgja þeim tenglum sem hér eru í færslunni og fræðast um Yunus og Grameen bankann. Það er fyllilega tímans virði.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband