Verðbólgutölur á morgun

Hagstofa Íslands birtir á morgun vísitölu neysluverðs (VNV) fyrir desembermánuð, og bíða margir eftir þeirri tölu þar sem hún getur gefið vísbendingar um aðgerðir Seðlabankans við næstu stýrivaxtaákvörðun, sem tilkynnt verður 21. desember.

Reyndar má ljóst vera að eigi Seðlabankinn ekki að hækka vextina þarf eitthvað mikið að gerast, verðbólga þyrfti að lækka um eitt prósentustig eða eitthvað í þá áttina. Reyndar ætla ég ekki að fara að spá fyrir um aðgerðir Seðlabankans, það hefur reynst mörgum hættulegt. Eins og ég hef fjallað um áður ber bankanum hins vegar að taka á verðbólgunni og gefi hún ekki verulega eftir nú er ljóst að bankinn tekur sína skyldu alvarlega.

Ef marka má spár greiningardeilda bankanna hækkar VNV á bilinu 0,1-0,2% sem felur í sér að vísitalan verður  á bilinu 266,4-266,6 stig. Verði það að veruleika verður tólf mánaða verðbólga 7-7,1% sem er lækkun frá síðasta mánuði þegar verðbólga var 7,3%. Greiningardeildirnar hafa ágætis forsendur til þess að spá fyrir um vísitöluna og því má teljast líklegt að stýrivextir hækki.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband