Verðbólgan lækkar á milli mánaða

Hækkun vísitölu neysluverðs (VNV) var 0,1 stig á milli mánaða, 0,04% hækkun, og var það aðeins lægra en greiningardeildir bankanna höfðu spáð, en þó ekki nærri því nægileg. Eins og ég bloggaði um í gær er því nánast ljóst að Gluggagægir mun gefa einhverjum stýrivaxtahækkun í skóinn þegar hann kemur til byggða 21. desember. Verðbólgan er nú 7% og lækkar hún um 0,3 prósentustig á milli mánaða og bendir margt til þess að hún fari brátt að gefa eftir.

Ég hef fjallað um það áður að Seðlabankinn getur ekki leyft sér þann munað að bíða eftir því að verðbólgan gefi eftir og því verður hann að taka á vandanum nú. Verðbólgumarkmið bankans er 2,5% ± 1,5% sem þýðir að efri þolmörkin liggja við 4%. Fari verðbólgan yfir 4% ber Seðlabankanum skylda samkvæmt samkomulagi sínu við ríkisstjórnina að bregðast við svo að hún nálgist aftur markmiðið. Í raun ber bankanum að bregðast við þegar stefnir í að efri þolmörkin verði rofin.

En Seðlabankinn getur ekki barist fyrir stöðugu verðlagi einn síns liðs, hið opinbera verður að gera sitt. Eins og bent er á í hálffimmfréttum KB banka í gær er ljóst að miðað við fjárlög næsta árs er hið opinbera ekki að sinna sínu hlutverki. En fæst orð bera minnsta ábyrgð.

Lítil hreyfing hefur verið á VNV að undanförnu og ef við gefum okkur að svo verði áfram, sem er ekkert óeðlilegt á milli desember og janúar ef litið er til síðustu ára, má ætla að verðbólgan muni hjaðna aðeins á næstunni. Hækki vísitalan um 0,1 stig í næsta mánuði, líkt og nú, verður tólf mánaða verðbólga 6,6% en til þess að verðbólga haldist 7% þarf VNV að hækka um 1 stig, sem er 0,4% hækkun. Svo há hækkun er ekki líkleg, a.m.k. eins og staðan er nú.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


mbl.is Verðbólgan á tólf mánaða tímabili 7%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband