Hefur álagning orkusala aukist?

Ég sá frétt um útboð Stykkishólmsbæjar vegna raforkukaupa. Þrjú orkufyrirtæki buðu og bæjarritari veltir fyrir sér hvort hér á landi sé samkeppni á markaðnum því honum sýnist sem kostnaður bæjarins muni einungis lækka um tæpar 200 þúsund krónur á ári við útboðið. Í þessu sambandi væri vert að velta fyrir sér hver hafi verið kostnaður við gerð útboðslýsingarinnar og þar með kostnaðarlækkun þegar upp er staðið. Fyrsta árið að minnsta kosti.

Af þessu tilefni leit ég í gamni á árshlutareikning Orkuveitu Reykjavíkur fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2006 og þar kemur fram að tekjur af orkusölu (raforku og hitaorku) námu ríflega 8,6 milljörðum króna en kostnaður vegna orkukaupa ríflega 2,3 milljörðum. Framlegð (tekjur mínus kostnaður) af orkusölu er samkvæmt þessu ríflega 6,3 milljarðar króna og ef tekjur eru mældar sem hlutfall af kostnaði er hlutfallið tæplega 208%. 

Einnig sýnist mér sem tekjur af orkusölu hafi aukist um 8,39% það sem af er ári, miðað við árið í fyrra, en kostnaður vegna orkukaupa hafi aukist um 3,46%. Bendir þetta ekki frekar til þess að álagning hafi aukist en hitt?

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


mbl.is Segir svigrúm til samkeppni á raforkumarkaði lítið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband