12.12.2006 | 14:16
Hefur álagning orkusala aukist?
Ég sá frétt um útboð Stykkishólmsbæjar vegna raforkukaupa. Þrjú orkufyrirtæki buðu og bæjarritari veltir fyrir sér hvort hér á landi sé samkeppni á markaðnum því honum sýnist sem kostnaður bæjarins muni einungis lækka um tæpar 200 þúsund krónur á ári við útboðið. Í þessu sambandi væri vert að velta fyrir sér hver hafi verið kostnaður við gerð útboðslýsingarinnar og þar með kostnaðarlækkun þegar upp er staðið. Fyrsta árið að minnsta kosti.
Af þessu tilefni leit ég í gamni á árshlutareikning Orkuveitu Reykjavíkur fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2006 og þar kemur fram að tekjur af orkusölu (raforku og hitaorku) námu ríflega 8,6 milljörðum króna en kostnaður vegna orkukaupa ríflega 2,3 milljörðum. Framlegð (tekjur mínus kostnaður) af orkusölu er samkvæmt þessu ríflega 6,3 milljarðar króna og ef tekjur eru mældar sem hlutfall af kostnaði er hlutfallið tæplega 208%.
Einnig sýnist mér sem tekjur af orkusölu hafi aukist um 8,39% það sem af er ári, miðað við árið í fyrra, en kostnaður vegna orkukaupa hafi aukist um 3,46%. Bendir þetta ekki frekar til þess að álagning hafi aukist en hitt?
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Segir svigrúm til samkeppni á raforkumarkaði lítið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.