13.12.2006 | 16:43
Saga af einelti á vinnustað
Ég á mjög góða vinkonu sem ég hef þekkt í næstum tuttugu ár, yndisleg kona á alla lund, höfðingi heim að sækja, fjörug og skemmtileg. Þessi vinkona mín hefur unnið á nokkrum stöðum í gegnum tíðina og alltaf bætt þá vinnustaði sem hún helgar krafta sína í það skiptið.
Fyrir rúmu ári réð vinkonan sig til stórs fyrirtækis í spennandi geira, nema hvað að þar lendir hún strax í þvílíku einelti að ég hef ekki heyrt annað eins. Það var óhuggnanlegt að sjá hvað þetta gerði þessari yndislegu vinkonu minni, eineltið fólst m.a í því að henni var ekki svarað t.d. þegar hún bauð góðan daginn og henni var aldrei boðið með ef vinnufélagarnr fóru í löns saman.
Tvær samstarfskonur hennar komu svo af stað þeirri sögu að hún væri alkóhólisti....ég þekki þessa konu og ef það er eitthvað sem hún er ekki þá er það alkóhólisti, ef hún þurfti að fara á fund innan húss og lét vita þá spurðu þær hana hvort hún væri að fara á AA fund og fleira í þeim dúr.
Vinkonan lét þetta ganga yfir sig mánuðum saman en á endanum fór hún til yfirmanns síns og sagði upp, hann bað hana að gera það ekki og ætlaði að taka á málinu, það var kallaður til sálfræðingur sem ræddi við fólkið og fékk vinkona mín heilmikið út úr því, hvað samstarfsmenn hennar fengu úr því veit ég ekki en ástandið lagaðist ekki, henni var boðið annað starf á sömu hæð og aðeins hærri laun (sem hún að sjálfsögðu þáði og er hverrar krónu virði og gott betur). Hún var búin að fara í sérstaka eineltisnefnd sem er innan fyrirtækisins en allt kom fyrir ekki, fyrir rúmum mánuði síðan gafst vinkona mín endanlega upp. Það var ansi fyndið að sjá að á sama tíma og eineltið og leiðindin voru mest var fyrirtækið í öllum auglýsingatímum með þessar líka frábæru!! ímyndarauglýsingar, en svona er þetta bara, það er munur á Jóni og séra Jóni. Yfirmennirnir brugðust skyldu sinni gagnvart vinkonu minni, getuleysi þeirra til bregðast við í þessu máli var algjört.
Það var alveg á hreinu að þeir vissu hverjir sökudólgarnir í eineltinu voru en kusu að taka ekki á málunum. Hvað skyldu svona eineltis mál kosta fyrirtæki, í þessu tilfelli misstu þeir harðduglegan starfsmann sem var að standa sig mjög vel í vinnunni, það sagði yfirmaður hennar henni þegar hann vildi halda henni. Einelti er allstaðar, öll þekkjum við ömurlegar sögur af því, fólk hefur jafnvel framið sjálfsmorð í örvæntingu sinni, börn sem verða fyrir einelti bera ör á sálinni alla tíð. Úr hvaða aðstæðum kemur þetta vesalings fólk sem leggur fólk í einelti? Það er örugglega allavega en eitt er víst að þegar þetta fólk er komið heim til sín að kveldi, þá veit það að vanlíðanin hefur ekkert batnað og líf þeirra hefur ekkert lagast þó það níði skóna af öðrum. Hvet fólk til að vera vakandi fyrir einelti á vinnustað og bregðast við.
Og vinkona mín, hún er komin í fína vinnu sem hana hlakkar til að fara í á hverjum morgni, þar var henni tekið opnum örmum enda ljúflingur í umgengni, fljót að setja sig inn í hlutina og er vinnuhestur í bestu merkingu þess orðs, nýja fyrirtækið er sannarlega heppið að fá hana í sínar raðir.
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Af mbl.is
Erlent
- Tekur upp hanskann fyrir biskupinn í Washington
- Bréf Bidens til Trumps: Megi Guð blessa þig
- Saksóknarar rannsaki embættismenn
- Nýr gróðureldur blossar upp í Los Angeles
- Rússneskt herskip gripið við njósnir við Bretland
- Könnun: Bandaríkjamenn vilja vísa milljónum brott
- Réðst á hóp leikskólabarna þar sem tveir létust
- Trump segir Rússa mega búast við frekari aðgerðum
- Hvað er Trump búinn að gera?
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
Fólk
- Harry fær tvo milljarða í bætur
- Uppselt á úrslitakvöld Söngvakeppninnar
- Hvað er eiginlega að karlmönnum?
- Friends-leikari nældi sér læknanema
- Chris Brown vill fá 500 milljónir bandaríkjadala
- Deilur Lively og Baldoni ná nýjum hæðum
- Hverjar eru bestu hljóðbækur ársins?
- Gæti fengið allt að 24 ára dóm
- Sláandi lík föður sínum
- Trump Jr. og Bettina Anderson farin að búa saman
Viðskipti
- Uppfærslan hafi mikla þýðingu
- Hafa lokið 4 milljarða fjármögnun
- Tilnefna í stjórn Kaldvíkur
- Sóttu 123 milljónir í fyrstu lotu
- Mikil áhætta að vera í forsvari fyrir fjármálafyrirtæki
- Þreifingar í gangi á milli Mýflugs og Norlandair
- Ölgerðin kaupir Gæðabakstur
- Skortsala mikilvæg fyrir verðmyndun
- Inga Sæland fyrir og eftir ráðherrastólinn
- Grallarar á bak við tilboðið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.