Saga af einelti á vinnustað

Ég á mjög góða vinkonu sem ég hef þekkt í næstum tuttugu ár, yndisleg kona á alla lund, höfðingi heim að sækja, fjörug og skemmtileg. Þessi vinkona mín hefur unnið á nokkrum stöðum í gegnum tíðina og alltaf bætt þá vinnustaði sem hún helgar krafta sína í það skiptið.  

Fyrir rúmu ári réð vinkonan sig til stórs fyrirtækis í spennandi geira, nema hvað að þar lendir hún strax í þvílíku einelti að ég hef ekki heyrt annað eins. Það var óhuggnanlegt að sjá hvað þetta gerði þessari yndislegu vinkonu minni, eineltið fólst m.a í  því að henni var ekki svarað t.d. þegar hún bauð góðan daginn og henni var aldrei boðið með ef vinnufélagarnr fóru í löns saman.  

Tvær samstarfskonur hennar komu svo af stað þeirri sögu að hún væri alkóhólisti....ég þekki þessa konu og ef það er eitthvað sem hún er ekki þá er það alkóhólisti, ef hún þurfti að fara á fund innan húss og lét vita þá spurðu þær hana hvort hún væri að fara á AA fund og fleira í þeim dúr.  

Vinkonan lét þetta ganga yfir sig mánuðum saman en á endanum fór hún til yfirmanns síns og sagði upp, hann bað hana að gera það ekki og ætlaði að taka á málinu, það var kallaður til sálfræðingur sem ræddi við fólkið og fékk vinkona mín heilmikið út úr því, hvað samstarfsmenn hennar fengu úr því veit ég ekki en ástandið lagaðist ekki, henni var boðið annað starf á sömu hæð og aðeins hærri laun (sem hún að sjálfsögðu þáði og er hverrar krónu virði og gott betur). Hún var búin að fara í sérstaka eineltisnefnd sem er innan fyrirtækisins en allt kom fyrir ekki, fyrir rúmum mánuði síðan gafst vinkona mín endanlega upp. Það var ansi fyndið að sjá að á sama tíma og eineltið og leiðindin voru mest var fyrirtækið í öllum auglýsingatímum með þessar líka frábæru!! ímyndarauglýsingar, en svona er þetta bara, það er munur á Jóni og séra Jóni. Yfirmennirnir brugðust skyldu sinni gagnvart vinkonu minni, getuleysi þeirra til bregðast við í þessu máli var algjört.  

Það var alveg á hreinu að þeir vissu hverjir sökudólgarnir í eineltinu voru en kusu að taka ekki á málunum. Hvað skyldu svona eineltis mál kosta fyrirtæki, í þessu tilfelli misstu þeir harðduglegan starfsmann sem var að standa sig mjög vel í vinnunni, það sagði yfirmaður hennar henni þegar hann vildi halda henni. Einelti er allstaðar, öll þekkjum við ömurlegar sögur af því, fólk hefur jafnvel framið sjálfsmorð í örvæntingu sinni, börn sem verða fyrir einelti bera ör á sálinni alla tíð. Úr hvaða aðstæðum kemur þetta vesalings fólk sem leggur fólk í einelti? Það er örugglega allavega en eitt er víst að þegar þetta fólk er komið heim til sín að kveldi, þá veit það að vanlíðanin hefur ekkert batnað og líf þeirra hefur ekkert lagast þó það níði skóna af öðrum. Hvet fólk til að vera vakandi fyrir einelti á vinnustað og bregðast við.  

Og vinkona mín, hún er komin í fína vinnu sem hana hlakkar til að fara í á hverjum morgni, þar var henni tekið opnum örmum enda ljúflingur í umgengni, fljót að setja sig inn í hlutina og er vinnuhestur í bestu merkingu þess orðs, nýja fyrirtækið er sannarlega heppið að fá hana í sínar raðir.

Halldór R Lárusson | Head of Art Direction | GCI Iceland | halldor.larusson@gci.is

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband