Móðgun við lesendur

Rosaleg stýrivaxtahækkun í Noregi er fyrirsögnin á erlendri frétt á vísir.is. Fyrirsögnin er fáránleg og sömuleiðis textinn sem henni fylgir, það jaðrar eiginlega við hneyksli að þetta sé birt, og enn fremur að þessu sé leyft að standa.

Það er greinilegt að blaðamaðurinn sem skrifaði fréttina ætlar sér að vera fyndin og ef til vill er hann að nota þessa aðferð til þess að vekja athygli á hinum mikla vaxtamun sem ríkir á milli Íslands og Noregs. En skrifin bera jafnframt með sér að viðkomandi hefur ekki hugmynd um hvað stýrivextir eru eða hvernig þeir virka. Til marks um það er meðal annars setningin "Hinir olíuauðugu Norðmenn eiga í mestu vandræðum með alla peningana sem þeir eru að græða, og ákváðu því að hækka stýrivexti sína upp í heil 3,5 prósent."

Það er hrein móðgun við lesendur að blaðamenn sem ekki hafa neina þekkingu á einhverju viðfangsefni skuli fá að skrifa um það og í mínum huga hefur trúverðugleiki miðilsins fengið á sig brotsjó við þetta. Enginn miðill sem tekur sig alvarlega hefði leyft svona vinnubrögð. Og hananú.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband