13.12.2006 | 23:12
Móðgun við lesendur
Rosaleg stýrivaxtahækkun í Noregi er fyrirsögnin á erlendri frétt á vísir.is. Fyrirsögnin er fáránleg og sömuleiðis textinn sem henni fylgir, það jaðrar eiginlega við hneyksli að þetta sé birt, og enn fremur að þessu sé leyft að standa.
Það er greinilegt að blaðamaðurinn sem skrifaði fréttina ætlar sér að vera fyndin og ef til vill er hann að nota þessa aðferð til þess að vekja athygli á hinum mikla vaxtamun sem ríkir á milli Íslands og Noregs. En skrifin bera jafnframt með sér að viðkomandi hefur ekki hugmynd um hvað stýrivextir eru eða hvernig þeir virka. Til marks um það er meðal annars setningin "Hinir olíuauðugu Norðmenn eiga í mestu vandræðum með alla peningana sem þeir eru að græða, og ákváðu því að hækka stýrivexti sína upp í heil 3,5 prósent."
Það er hrein móðgun við lesendur að blaðamenn sem ekki hafa neina þekkingu á einhverju viðfangsefni skuli fá að skrifa um það og í mínum huga hefur trúverðugleiki miðilsins fengið á sig brotsjó við þetta. Enginn miðill sem tekur sig alvarlega hefði leyft svona vinnubrögð. Og hananú.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.