Þegar stórt er spurt

Fátækt á Íslandi hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu líkt og reyndar ávallt þegar jólin nálgast. Nú hefur hins vegar ný skýrsla sem forsætisráðherra lét vinna orðið til þess að kynda verulega undir umræðunni.

Fjölmiðlar hafa haldið umræðunni gangandi og dregið fram ýmsar fjölskyldur er búa við bág kjör og virðist algengasta þemað þá vera að önnur fyrirvinna fjölskyldunnar er öryrki en hin í láglaunastarfi. Launin eru þó það há að þau verða til þess að skerða þær bætur sem fjölskyldan fær. Það er bara vonandi að fjölmiðlar haldi umræðunni á lífi eftir jól því umræða af þessu tagi hefur átt það til að deyja drottni sínum þegar hátíðirnar eru yfirstaðnar. Nú eru kosningar á næsta leiti og aldrei að vita nema stjórnmálamennirnir okkar taki til hendinni í þessum málum.

Einhverjir þeirra hafa þó orðið til þess að þræta fyrir að fátækt ríki á landinu, sem dæmi má nefna einn háttvirtan þingmann sem ég heyrði í í útvarpi í gær. Hann sagðist hafa reiknað dæmið til enda og niðurstaða hans var sú að fjölskylda sem býr við þær aðstæður sem áður voru nefndar búi ekki við fátækt, hún hafi nægar ráðstöfunartekjur. Það væri því frekar skuldsetning sem væri  sökudólgurinn.

Ég saknaði þess í dæmi þingmannsins að hann virtist ekki taka tillit til bótaskerðingar vegna tekjutengingar en jafnframt vil ég spyrja hvort ungar fjölskyldur á leið út í lífið eigi einhvern annan kost en að skuldsetja sig? Leiguhúsnæði er ekki beint aðgengilegt og því hefur fólk fáa aðra kosti en að kaupa sér húsnæði. Og eru þá ekki flestir sammála um að það sem hefur haft megináhrif til hækkunar húsnæðisverðs sé samkeppni ríkisins á húsnæðislánamarkaði. Svo ekki sé minnst á verðbólguna sem nú er 7% og hefur áhrif til hækkunar greiðslubyrði vegna verðbóta.

Eins og einhver segir: Þegar stórt er spurt ...

 Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband