Enn af samþjöppun

Fyrir ekki svo löngu fjallaði ég um samþjöppun á verðbréfamörkuðum, þ.e. að verðbréfamörkuðum fækkar með yfirtökum og samrunum.

Ég spáði því að ekki myndi líða langt þar til við fréttum meira af þeim málum og viti menn, nokkrum dögum síðan bárust fréttir af því að Nasdaq hefði gert fjandsamlegt yfirtökutilboð í kauphöllina í London. Svo áfjáðir eru þeir hjá Nasdaq í að kaupa LSE að þeir munu láta sér nægja samþykki 50% hluthafa og eins til viðbótar en þá eru þeir komnir með einfaldan meirihluta og öll völd í fyrirtækinu.

OMX, sem nýlega yfirtók Kauphöll Íslands, hefur verið stórtækt í kaupum á kauphöllum á Norðurlöndunum og við Eystrasalt og nú má finna í fréttakerfi Kauphallar Íslands tilkynningu um að OMX hafi boðið í kauphöllina í Slóveníu.

Ég held ég sé ekki að blekkja neinn þegar ég fullyrði að þessari samrunahrinu sé ekki lokið.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband