17.12.2006 | 22:08
Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar
Staksteinar Morgunblaðsins fjalla í dag um viðskiptaveldi það sem aðilar tengdir Framsóknarflokknum, undir forystu Finns Ingólfssonar, hafa byggt upp á síðustu árum og hefur orðið æ meira áberandi á undanförnum mánuðum. Nú síðast með kaupum á stórum hlut á Icelandair annars vegar og Straumi-Burðarás hins vegar.
Hjartað í þessu veldi virðist vera Eignarhaldsfélagið Samvinnutryggingar sem er orðið afar öflugt félag, sérstaklega eftir söluna á VÍS til Exista í sumar. Staksteinar segja m.a.: "Þessi áhrifastaða byggist á fjármálaveldi Samvinnutrygginga en m.ö.o. hver á Samvinnutryggingar?! Áhugaverð spurning sem margir vilja fá svar við." Svarið er einfalt og þarf ekki annað en að lesa viðtal það sem undirritaður tók við Axel Gíslason, framkvæmdastjóra félagsins, er birt var í Viðskiptablaði Morgunblaðsins fimmtudaginn 13. júlí sl. Eignarhald Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga er það sama og eignarhald Samvinnutrygginga sem var gagnkvæmt tryggingafélag. Í viðtalinu segir m.a.:
"Þess vegna er eignarhaldi á Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum háttað þannig að þeir sem voru í tryggingaviðskiptum við Samvinnutryggingar gt. árin 1987 og 1988 - tvö síðustu árin áður en VÍS varð til - og þeir sem voru með brunatryggingar fasteigna hjá Samvinnutryggingum árin 1992 og 1993 eiga réttindi ef til slita kemur. Því er það alveg á hreinu, komi einhvern tímann til þess að félaginu verið slitið, hvernig farið verði með þessa eignarhluta."
Eignarhaldið á félaginu er skýrt en fróðlegri spurning væri hins vegar hver fer með völdin innan félagsins. Hver tekur endanlegar ákvarðanir um fjárfestingar?
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.