Mikil neysla olíu

Það eru svo sem engar nýjar fréttir að veðurfar í Bandaríkjunum hafi áhrif á olíuverð. Öllum er í fersku minni þegar fellibylirnir Katrína og Rita lögðu New Orleans og nærsveitir í rúst, og sömuleiðis stóran hluta af olíuframleiðslustöðvum Bandaríkjanna. Færri huga þó að veðurfari í norðausturríkjum Bandaríkjanna, sem eru mun veigameiri þáttur þegar kemur að olíuverði almennt.

Fellibylirnir voru einstakir atburðir, ef þannig má að orði komast, en kuldaköst koma í NA-ríkjunum ár hvert. Þetta er þéttbýlasta svæði Bandaríkjanna og þegar kólna fer í veðri eykst eftirspurn eftir gullinu svarta gífurlega. Eins og lögmálið um eftirspurn gerir ráð fyrir felur þetta í sér að verð hækkar í kjölfarið enda neytir engin þjóð í heimi hér olíu í jafn miklum mæli og vinir okkar vestanhafs.

Olía er jafnframt mikilvæg bandarískum iðnaði, og því hefur eftirspurn eftir olíu þar einnig mikil áhrif á heimsmarkaðsverð. Nú bendir flest til samdráttar þar og því má ætla að eftirspurn eftir olíu dragist saman. Þegar þessir tveir þættir, hlýindi og samdráttur í iðnaði, koma saman er ekki ósennilegt að olíuverð lækki.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


mbl.is Veðurfar hefur áhrif á olíuverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband