18.12.2006 | 17:03
Mikil neysla olíu
Það eru svo sem engar nýjar fréttir að veðurfar í Bandaríkjunum hafi áhrif á olíuverð. Öllum er í fersku minni þegar fellibylirnir Katrína og Rita lögðu New Orleans og nærsveitir í rúst, og sömuleiðis stóran hluta af olíuframleiðslustöðvum Bandaríkjanna. Færri huga þó að veðurfari í norðausturríkjum Bandaríkjanna, sem eru mun veigameiri þáttur þegar kemur að olíuverði almennt.
Fellibylirnir voru einstakir atburðir, ef þannig má að orði komast, en kuldaköst koma í NA-ríkjunum ár hvert. Þetta er þéttbýlasta svæði Bandaríkjanna og þegar kólna fer í veðri eykst eftirspurn eftir gullinu svarta gífurlega. Eins og lögmálið um eftirspurn gerir ráð fyrir felur þetta í sér að verð hækkar í kjölfarið enda neytir engin þjóð í heimi hér olíu í jafn miklum mæli og vinir okkar vestanhafs.
Olía er jafnframt mikilvæg bandarískum iðnaði, og því hefur eftirspurn eftir olíu þar einnig mikil áhrif á heimsmarkaðsverð. Nú bendir flest til samdráttar þar og því má ætla að eftirspurn eftir olíu dragist saman. Þegar þessir tveir þættir, hlýindi og samdráttur í iðnaði, koma saman er ekki ósennilegt að olíuverð lækki.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Veðurfar hefur áhrif á olíuverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Af mbl.is
Viðskipti
- Uppfærslan hafi mikla þýðingu
- Hafa lokið 4 milljarða fjármögnun
- Tilnefna í stjórn Kaldvíkur
- Sóttu 123 milljónir í fyrstu lotu
- Mikil áhætta að vera í forsvari fyrir fjármálafyrirtæki
- Þreifingar í gangi á milli Mýflugs og Norlandair
- Ölgerðin kaupir Gæðabakstur
- Skortsala mikilvæg fyrir verðmyndun
- Inga Sæland fyrir og eftir ráðherrastólinn
- Grallarar á bak við tilboðið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.