18.12.2006 | 22:40
Gatnagremja á aðventu
Gatnagremja (e. road rage) virðist vera að aukast verulega í okkar litla samfélagi. Svo mikill virðist flýtirinn og asinn vera að ekkert megi verða í vegi ökumanna án þess að þeir nánast tapi glórunni. Mikið hefur verið fjallað um atvikið fyrir nokkru þegar hörmulegt banaslys átti sér stað á Vesturlandsvegi og margir ökumenn náðu ekki upp í nef sér fyrir gremju yfir því að komast ekki leiðar sinnar. Var lögreglu- og sjúkraflutningamönnum meðal annars sagt að hunskat í burtu. Þetta er ekki fyrirmyndar og enn síður sá atburður sem ég heyrði af í dag og lesa má um á vef Umferðarstofu:
"Lögreglan í Kópavogi var um miðjan dag í gær kölluð að Bykó á Skemmuvegi en þar hafði einhver reynt að troða bifreið sinni inn í bílastæði merkt fötluðum við hlið bifreiðar reyndist vera í eigu fatlaðs einstaklings. Við þessar tilraunir fór viðkomandi utan í bílinn og skemmdi hann töluvert. Sá sem olli tjóninu lét sig hverfa af vettvangi en skildi eftir miða á bílnum, sem hann hafði skemmt, og á miðanum voru skilaboð um það að sá fatlaði ætti að skammast sín fyrir að leggja allt stæðið undir bifreið sína."
Svona framkoma í garð náungans er alveg óskiljanleg og virðist vera sem kærleiksboðskapur hátíðarinnar sem senn gengur í garð sé að snúast upp í andhverfu sína því sífellt fréttist af fleiri svona atburðum.
Það er mikið að gera hjá okkur öllum og allir eru að flýta sér en við eigum samt þá kröfu að fólk sýni hvert öðru smá virðingu. Ekki satt?
Þess má geta að orðið gatnagremja er smíðað af Helga Mar Árnasyni, fyrrum blaðamanni á Morgunblaðinu.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.