20.12.2006 | 21:58
Einn á báti og sér á báti
Kaupmaður einn í Hafnarfirði hefur lengi staðið í stríði við greiðslukortafyrirtækin og neitar nú alfarið að taka við slíkum kortum í sinni verslun. Gildir þá einu hvort um er að ræða kreditkort eða debetkort. Hann hefur að undanförnu staðið í auglýsingaherferð með auglýsingum í samlesnum auglýsingatímum Ríkisútvarpsins, þar sem hann kallar þessi fyrirtækið einu nafni Dýrið.
"Við fóðrum ekki dýrið" og fleira í þeim dúr hefur dunið á öldum ljósvakans rétt fyrir fréttir og er eflaust mörgum skemmt yfir þessu einkastríði kaupmannsins. Því hann virðist standa ansi einn í þessu stríði en gefur sig ekki og þegar undirritaður keyrir framhjá verslun hans, sem er ansi oft, virðist alltaf vera nóg að gera.
Kaupmaðurinn komst í fréttirnar eitt árið þegar hann hirti greiðslukort af blaðamanni einum, sem nýtur mismikillar virðingar í sinni stétt. Þá hafði blaðamaðurinn keypt eina pylsu og hugðist greiða með korti en kaupmaðurinn, sem þá reyndar tók við kortum, neitaði að taka við greiðslu fyrir minna en 500 krónur og tók kortið traustataki. Blaðamaðurinn fengi það aftur þegar hann kæmi með peninga úr öðru efni en plasti.
Undirritaður skrifaði eitt sinn fræðslugrein í Viðskiptablað Morgunblaðsins um peninga þar sem því var meðal annars haldið fram að greiðslukort flokkuðust einnig undir peninga, sem þau gera skv. skilgreiningu hagfræðinnar. Ekki stóð á kaupmanninum að hringja í mig og reyna að beina mér á rétta braut og eftir nokkurt þjark urðum við sammála um að vera ósammála og lagt var á í hinu mesta bróðerni. Ég hef nokkrum sinnum síðan verslað við kaupmanninn góða og hef gaman af sérvisku hans, ef sérvisku mætti kalla.
Það eru ekki margir prinsipp-menn eftir í þessum heimi og okkur ber að halda þeim sem lengst. Ég hvet því útvarpshlustendur til þess að hlusta eftir auglýsingum um "dýrið" og heimsækja kaupmanninn skemmtilega.
Með því að fylgja þessum tengli má lesa bréf sem kaupmaðurinn sendi Morgunblaðinu í júní á því herrans ári 2001.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.