Spáin gekk eftir

Eins og spáð hafði verið á þessum vettvangi ákvað bankastjórn Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti. Hækkunin var 0,25 prósentustig og eru vextirnir nú 14,25%. Ég hef fært rök fyrir því að Seðlabankinn átti engra annarra kosta völ en að hækka vexti því þrátt fyrir að flest bendi til þess að slakna sé á spennu í hagkerfinu getur bankinn ekki leyft sér þann munað að bíða eftir því að verðbólgan fari niður fyrir efri þolmörk verðbólgumarkmiðsins, sem er 4%.

Þess má geta að greiningardeild KB banka spáði einnig hækkun en Greining Glitnis sagði langmestar líkur á að stýrivextir yrðu óbreyttir, sem og greiningardeild Landsbankans.

Greiningardeildirnar virðast sammála um að þetta sé síðasta vaxtahækkunin í bili en eins og ég sagði einhvern tímann, það hefur reynst mörgum illa að reyna að spá fyrir um aðgerðir Seðlabankans. Að minnsta kosti ætla ég að bíða eftir næstu verðbólgutölum áður en ég hætti mér út í slíkar aðgerðir.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


mbl.is Stýrivextir hækkaðir um 0,25
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband