Við breytumst en ekki fjölmiðlarnir ... eða ...

Ég hjó eftir þessum skemmtilegu tölum (sjá neðar) við upprifjun á stöðu fjölmiðla á Íslandi. Reyndar urðu þessar pælingar til í sambandi við vangaveltur um Netið (Veraldarvefinn) og hvernig það ætti að ganga af öðrum fjölmiðlum dauðum. Gaman að vera að rifja þetta upp núna þegar allir virðast vera að stofna nýja og stækka gamla fjölmiðla ... yndislegt.

Fyrir u.þ.b 20 árum, þegar leyfi til ljósvakareksturs var gefinn frjáls og næstu ár á eftir var því snarlega spáð að Sjónvarpið (RÚV) og aðrir miðlar sem ekki keyrðu prógram fyrir ungt fólk af krafti myndu deyja. Þeir myndu deyja vegna þess að áhorfendurnir (eða hlustendurnir) myndu "horfa" með þeim í gröfina.

Fyrir 10 árum eða svo voru það um 67% þjóðarinnar sem að kveikti á Sjónvarpinu á hverju kvöldi (að meðaltali) - samkvæmt sömu gögnum 10 árum síðar (okt 05) kveikti 67% þjóðarinnar á Sjónvarpinu. Hummm, vöxum við upp í að verða áhorfendur (svo sem eins og hlustendur- því það sama var uppá teningnum varðandi útvarp) - eða ...

Eina sem hafði breyst er að Fréttablaðið hafði tekið stöðu Moggans - það held ég nú!

Þórmundur Bergsson  | MediaCom | Managing Director Iceland | thormundur.bergsson@mediacom.is 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband