27.12.2006 | 11:14
Markinu náð
Spádómurinn sem ég setti fram í byrjun árs hefur gengið eftir. Eins og lesa má í fyrri bloggfærslu spáði ég því að velta í viðskiptum með hlutabréf í Kauphöll Íslands færi yfir 2 billjónir króna á þessu ári. Í færslunni sem vísað er í að ofan áréttaði ég þessa spá og nú er hún formlega orðin að veruleika.
Samkvæmt vef Kauphallar Íslands er veltan það sem af er ári nú komin í 2,08 billjónir króna, þ.e. 2.080 milljarða, næstum 100 milljarða umfram 2 billjóna markið. Þar með hefur met síðasta árs sem var 1.202 milljarðar verið slegið með miklum stæl. Þetta sýnir að þrátt fyrir að vísitölur hafa ekki hækkað sem margir ætluðu hefur markaðurinn haldið dampi vel en aukna veltu má lesa sem vísbendingu um aukna dýpt markaðarins.
Það verður spennandi að sjá hver lokavelta ársins verður en oft má sjá stórar færslur koma til í lok hvers árs. Einnig verður spennandi að sjá hvort þessi þróun heldur áfram, þ.e. veltumet slegið á hverju ári. Fyrstu mánuðurin næsta árs muni gefa okkur vísbendingu um það.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.