Markinu náð

Spádómurinn sem ég setti fram í byrjun árs hefur gengið eftir. Eins og lesa má í fyrri bloggfærslu spáði ég því að velta í viðskiptum með hlutabréf í Kauphöll Íslands færi yfir 2 billjónir króna á þessu ári. Í færslunni sem vísað er í að ofan áréttaði ég þessa spá og nú er hún formlega orðin að veruleika.

Samkvæmt vef Kauphallar Íslands er veltan það sem af er ári nú komin í 2,08 billjónir króna, þ.e. 2.080 milljarða, næstum 100 milljarða umfram 2 billjóna markið. Þar með hefur met síðasta árs sem var 1.202 milljarðar verið slegið með miklum stæl. Þetta sýnir að þrátt fyrir að vísitölur hafa ekki hækkað sem margir ætluðu hefur markaðurinn haldið dampi vel en aukna veltu má lesa sem vísbendingu um aukna dýpt markaðarins.

Það verður spennandi að sjá hver lokavelta ársins verður en oft má sjá stórar færslur koma til í lok hvers árs. Einnig verður spennandi að sjá hvort þessi þróun heldur áfram, þ.e. veltumet slegið á hverju ári. Fyrstu mánuðurin næsta árs muni gefa okkur vísbendingu um það.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband