28.12.2006 | 11:13
Vel að titlinum kominn
Róbert Wessman, forstjóri Actavis Group, var nú fyrir jólin valinn maður ársins í íslensku viðskiptalífi í árlegu kjöri Frjálsrar verslunar og er ekki hægt að segja annað en að hann sé vel að titlinum kominn. Róbert hefur leitt útrás fyrirtækisins allt frá árinu 1999 þegar hann var ráðinn forstjóri Delta í Hafnarfirði. Delta var síðan sameinað lyfjaframleiðsluarmi Pharmaco og undir stjórn Róbert og stjórnarformannsins, Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur fyrirtækið vaxið jafnt og þétt síðan og er það nú eitt stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims. Ég hef áður fjallað um Actavis á þessum vettvangi og mun eflaust gera það aftur enda finnst mér þetta fyrirtæki slá taktinn í íslensku útrásinni.
Nú spyrja eflaust einhverjir hvort það sé ekki framsýni Björgólfs Thors að þakka hversu vel vöxturinn hefur gengið, enda hefur hann náð árangri á mörgum sviðum viðskiptina. Svarið er einfaldlega þannig að þú nærð ekki árangri í viðskiptum án þess að hafa gott fólk í liði með þér. Eflaust markar Björgólfur Thor stefnuna að einhverju leyti en það er Róbert sem framkvæmir hana. Ef dagsskipunin frá stjórninni er að vaxa ytri vexti þá er það forstjórans að finna vænleg fyrirtæki til þess að taka yfir og það er hans að sjá til þess að allt gangi snurðulaust fyrir sig. Það er ekki einfalt mál að fá fyrirtæki á borð við Actavis Group til þess að ganga jafn mjúklega og raun ber vitni, sérstaklega þegar samþætta þarf rekstur margra fyrirtækja við rekstur móðurfélagsins. Þar hefur Róbert sýnt snilli sína að mínu mati.
Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar, segir í færslu á bloggi sínu að Róbert Wessman sé Viðskiptalistamaður ársins 2006 og tek ég undir það.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.