28.12.2006 | 15:58
Hamskipti
Eitt af mínum fyrstu stóru verkum sem viðskiptablaðamaður á blaði allra landsmanna var grein sem bar titilinn Þegar hagfræðingurinn skiptir um ham. Þá var ég nýkominn úr námi þar sem reynt hafði verið að prenta inn í okkur að þrátt fyrir að við færum í út í stjórnmál ættum við að halda í heiðri þau lögmál sem okkur höfðu verið kennd. Þeir sem hafa áhuga, og aðgang að gagnasafni Morgunblaðsins geta lesið greinina með því að smella hér.
Ein af spurningunum sem ég setti fram þar var hvers vegna ríkisstjórnir og seðlabankar vinni oft í sitthvora áttina, þannig að ríkisstjórnir vinni gegn aðgerðum seðlabanka (Ísland er ekkert einsdæmi í þessu samhengi). Svarið er einfalt eins og fram kom í greininni:
"Hagfræðingar og stjórnmálamenn hugsa ekki á sama hátt. Það skal strax tekið fram að hér er ekki verið að beina gagnrýni á neinn heldur er markmiðið að sýna fram á að það er reginmunur á hagfræðingum og stjórnmálamönnum og gildir þar einu hvort stjórnmálamaðurinn er menntaður hagfræðingur eður ei. Ástæðan fyrir þessum mun liggur í eðli mannsins. Hagfræðingum er kennt að hugsa til langs tíma, þ.e. hvaða áhrif hefur einhver aðgerð á hagkerfið eða markaðinn eftir tíu ár. Stjórnmálamenn aftur á móti hugsa til mun skemmri tíma. Það er eðli mannsins að reyna að koma ár sinni sem best fyrir borð. Þess vegna bera aðgerðir stjórnmálamanna þess oft merki að þeir séu að leitast eftir endurkjöri. Gott dæmi um þetta er embætti forseta Bandaríkjanna en oft er sagt að forsetar þar í landi byrji ekki að stjórna fyrr en á öðru kjörtímabili sínu en eins og kunnugt er má forseti Bandaríkjanna ekki sitja lengur en í tvö kjörtímabil. Vissulega eru hér til undantekningar og eru þær oft nefndar pólitískt sjálfsmorð.
Það má því segja að þegar hagfræðingar gangast "óvininum" á hönd þá séu þeir að skipta um ham. Í stað þess að vera einbeittir fræðimenn verða þeir opinberar persónur sem verða að hafa skoðun á öllu, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Í stað þess að meta áhrif aðgerða sinna til langs tíma sjá þeir hlutina í nýju sjónarhorni. Hagfræðin hefur verið nefnd "hin leiðu vísindi" vegna þess að í augum hagfræðinga eru allar auðlindir takmarkaðar. Segja má að þeir séu svartsýnasta stétt í heimi en stjórnmálamenn sem alltaf eru svartsýnir eiga ekki mikla von á að verða endurkjörnir."
Svo mörg voru þau orð.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.