29.12.2006 | 12:35
Nýtt Kaupþing: Hver eru skilaboðin?
Grunar að auglýsingastofan sé voða happí með athyglina á nafnbreytingaauglýsingum 'sínum' fyrir Kaupþing, áður KB banka.
Auglýsingageirinn er þekktur fyrir að einbeita sér að athyglinni. Virkni skiptir geirann ekki miklu máli. Aðrar breytur í líkani boðmiðlunar eins og skilningur skilaboða og viðhorf virðast skipta minna máli. Meiningarprófíll skilaboða og birtingarform þeirra eru þessum geira greinilega ennþá framandi.
Kaupþings vegna ætlaði ég ekki að tjá mig um þessar auglýsingar því að ef athygli mín dytti flöt í úrtak athygliskönnunarinnar þá fengi Kaupþing vafalaust rangar niðurstöður. En til þess að losna undan því að svara ótrúlegum fjölda spurninga um hvert álit mitt sé á þessum auglýsingum þá ræsi ég hér lyklaborðið.
Minnir á tilkynningar
Fræðilega er reyndar vel hægt að diskútera birtingarform skilaboðanna sem minnir frekar á tilkynningar en auglýsingar.
Reglur boðmiðlunar brotnar
Ef um er að ræða auglýsingar þá eru nokkrar grundvallarreglur boðmiðlunar brotnar. Nægir að nefna hluttekningu í meiningarprófíl skilaboðanna eða innlifun í tilfinningar annarra. En ógeðfelldar tilfinningar, sem gjarnan sitja eftir í minni fólks einsog vond lykt, er erfitt að eyða -jafnvel þótt andhverfa skilaboðanna sé kynnt daginn eftir í ljósi jákvæðra tilfinninga. Fagfólk forðast slíkar misvísanir.
Afleiðingar ósanninda
Einnig er rétt að pæla í því hvort tilgangurinn helgi meðalið, hvort sem um auglýsingar eða tilkynningar er að ræða. Sjálfsagt hefur sköpunarteyminu þótt hugmyndin eða boðberi skilaboðana það góður að sannindi skilaboðanna skiptu minna máli. Ég geri ráð fyrir því að Elínu Stefánsdóttur, fyrirtækjaráðgjafa, hafi ekki verið sagt upp starfi hjá KB banka?
Boðmiðlun gerir ekki ráð fyrir 'smá-ósanninda-djóki'. Afleiðingar ósanninda í boðmiðlun geta orðið skelfilegar fyrir auglýsandann. Sérstaklega á sama tíma og trúverðugleiki auglýsinga lækkar stöðugt.
Gudjon Heidar Palsson | Chief Executive | GCI Iceland | gudjon.palsson@gci.is
Auglýsingageirinn er þekktur fyrir að einbeita sér að athyglinni. Virkni skiptir geirann ekki miklu máli. Aðrar breytur í líkani boðmiðlunar eins og skilningur skilaboða og viðhorf virðast skipta minna máli. Meiningarprófíll skilaboða og birtingarform þeirra eru þessum geira greinilega ennþá framandi.
Kaupþings vegna ætlaði ég ekki að tjá mig um þessar auglýsingar því að ef athygli mín dytti flöt í úrtak athygliskönnunarinnar þá fengi Kaupþing vafalaust rangar niðurstöður. En til þess að losna undan því að svara ótrúlegum fjölda spurninga um hvert álit mitt sé á þessum auglýsingum þá ræsi ég hér lyklaborðið.
Minnir á tilkynningar
Fræðilega er reyndar vel hægt að diskútera birtingarform skilaboðanna sem minnir frekar á tilkynningar en auglýsingar.
Reglur boðmiðlunar brotnar
Ef um er að ræða auglýsingar þá eru nokkrar grundvallarreglur boðmiðlunar brotnar. Nægir að nefna hluttekningu í meiningarprófíl skilaboðanna eða innlifun í tilfinningar annarra. En ógeðfelldar tilfinningar, sem gjarnan sitja eftir í minni fólks einsog vond lykt, er erfitt að eyða -jafnvel þótt andhverfa skilaboðanna sé kynnt daginn eftir í ljósi jákvæðra tilfinninga. Fagfólk forðast slíkar misvísanir.
Afleiðingar ósanninda
Einnig er rétt að pæla í því hvort tilgangurinn helgi meðalið, hvort sem um auglýsingar eða tilkynningar er að ræða. Sjálfsagt hefur sköpunarteyminu þótt hugmyndin eða boðberi skilaboðana það góður að sannindi skilaboðanna skiptu minna máli. Ég geri ráð fyrir því að Elínu Stefánsdóttur, fyrirtækjaráðgjafa, hafi ekki verið sagt upp starfi hjá KB banka?
Boðmiðlun gerir ekki ráð fyrir 'smá-ósanninda-djóki'. Afleiðingar ósanninda í boðmiðlun geta orðið skelfilegar fyrir auglýsandann. Sérstaklega á sama tíma og trúverðugleiki auglýsinga lækkar stöðugt.
Gudjon Heidar Palsson | Chief Executive | GCI Iceland | gudjon.palsson@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.