29.12.2006 | 17:00
Heimsmet í flugeldaskotfimi
Sennilega hefur það ekki farið framhjá mörgum að við Íslendingar erum meðal þeirra fremstu í heimi í nýársfagnaði. Svo rómuð er flugeldaskotfimi okkar að um 3.300 útlendingar ætla að heimsækja höfuðborgina til þess að fylgjast með sýningunni óviðjafnanlegu sem hefst þegar áramótaskaupinu lýkur, um hálftíma fyrir miðnætti.
Eitthvað hlýtur öll þessi skotfimi að kosta og ekki ósennilegt að við Íslendingar eigum heimsmet í eyðslu fjármuna í flugelda, a.m.k. miðað við höfðatölu.
Sænska viðskiptablaðið Dagens Industri birti í dag frétt á vef sínum um flugeldasölu í Svíþjóð, en þar er haft eftir formanni félags flugeldasala að Svíar eyði um 225 milljónum sænskra króna í flugelda nú um áramótin. Það jafngildir um 2,4 milljörðum íslenskra króna.
Mér hefur ekki tekist að grafa upp tölur um áætlaða sölu á flugeldum hér á landi, en Morgunblaðið greindi frá því í gær að áætlað væri að um 550 þúsund flugeldum yrði skotið á loft nú um áramótin. Ef við gefum okkur að hver flugeldur kosti um 500 krónur, að meðaltali, þá má reikna út að heildarandvirði uppskotanna er um 275 milljónir króna. Þessi tala er eflaust í lægra laginu og ekki ósennilegt að tvöfalda megi hana, eða þrefalda.
Svíar eru 30 sinnum fleiri en við Íslendingar og ef við margföldum 275 milljónir með 30 fáum við út 8,3 milljarða króna. Það er meira en 3,5 sinnum það sem Svíar skjóta upp.
Gleðilegt ár.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Athugasemdir
Vonandi kaupa sem flestir íslendingar flugeldarna frá björgunarsveitamönum.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.12.2006 kl. 17:03
Þar er ég fyllilega sammála þér.
/Sverrir Þór
GreyTeam Íslandi ehf, 29.12.2006 kl. 19:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.