Ennþá kátt í höllinni

Desember var metmánuður í Kauphöll Íslands því velta í hlutabréfaviðskiptum hefur aldrei verið jafnmikil í einum mánuði. Veltan var ríflega 357,4 milljarðar króna, en fyrra met hafði verið sett í fyrsta mánuði síðasta árs. Þá var veltan 333,9 milljarðar króna og það fer vel á því að þetta ár hinna miklu sviptinga á íslenskum hlutabréfamarkaði skyldi verða rammað inn með metum. Þess má reyndar geta að velta í einum mánuði hefur aðeins tvisvar farið yfir 300 milljarða.

Þegar mánaðaryfirlit Kauphallarinnar fyrir desember er skoðað kemur í ljós að aðeins í einum mánuði var veltan lægri en 100 milljarðar en það var í júlí - sem þarf ekki að koma neinum á óvart.

Nú á fyrsta viðskiptadegi ársins virðist kátínan ætla að halda áfram í höllinni því nú þegar hafa viðskipti fyrir meira en 100 milljarða átt sér stað. Það virðist vera að komast í tísku að færa eignarhluti í fyrirtækjum yfir til Hollands og má ef til vill ætla að fleiri viðskipti af þeirri stærðargráðu sem farið hafa fram í morgun eigi eftir að gerast á næstu dögum.

Það er kannski við hæfi að spá því að nýtt veltumet verði sett nú í janúar.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband