3.1.2007 | 13:34
Ennþá kátt í höllinni
Desember var metmánuður í Kauphöll Íslands því velta í hlutabréfaviðskiptum hefur aldrei verið jafnmikil í einum mánuði. Veltan var ríflega 357,4 milljarðar króna, en fyrra met hafði verið sett í fyrsta mánuði síðasta árs. Þá var veltan 333,9 milljarðar króna og það fer vel á því að þetta ár hinna miklu sviptinga á íslenskum hlutabréfamarkaði skyldi verða rammað inn með metum. Þess má reyndar geta að velta í einum mánuði hefur aðeins tvisvar farið yfir 300 milljarða.
Þegar mánaðaryfirlit Kauphallarinnar fyrir desember er skoðað kemur í ljós að aðeins í einum mánuði var veltan lægri en 100 milljarðar en það var í júlí - sem þarf ekki að koma neinum á óvart.
Nú á fyrsta viðskiptadegi ársins virðist kátínan ætla að halda áfram í höllinni því nú þegar hafa viðskipti fyrir meira en 100 milljarða átt sér stað. Það virðist vera að komast í tísku að færa eignarhluti í fyrirtækjum yfir til Hollands og má ef til vill ætla að fleiri viðskipti af þeirri stærðargráðu sem farið hafa fram í morgun eigi eftir að gerast á næstu dögum.
Það er kannski við hæfi að spá því að nýtt veltumet verði sett nú í janúar.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Af mbl.is
Innlent
- Lagði á flótta eftir árekstur og grunaður um ölvun
- Tíu bækur tilnefndar til Hagþenkis
- Boðar ekki fund og verkföll fram undan að óbreyttu
- Gjöldum dembt á í blindni
- Þörf á fleiri læknum
- Skriður kominn á viðræðurnar
- Heimilisbrauð helmingi ódýrara í Prís en Bónus
- Mál skipverjanna fellt niður og rannsókn hætt
Erlent
- Réðst á hóp leikskólabarna þar sem tveir létust
- Trump segir Rússa mega búast við frekari aðgerðum
- Hvað er Trump búinn að gera?
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.