Góðar fréttir að baki hækkunum

Það eru jákvæðar fréttir sem berast af hlutabréfamarkaði þessa daganna. Velta hefur aldrei verið meiri en á síðasta ári og árið sem nú er gengið í garð virðist ætla að byrja með miklum látum. Gengi hlutabréfa hefur hækkað þó nokkuð í dag og tónninn virðist vera jákvæður.

Sérstaklega jákvæðar eru fréttir af verðmati Citigroup, sem almennt er álitinn stærsti banki heims, á Kaupþingi. Það verður einfaldlega að teljast mjög gott að banki á borð við Citigroup, sem hefur á að skipa afar öflugri greiningardeild, skuli mæla með kaupum í Kaupþingi. Það felur í sér að augu erlendra fjárfesta fyrir landinu okkar opnast enn frekar og jafnframt að tekist hefur að vinna bug á þeim neikvæðu skýrslum sem bárust á fyrri hluta síðasta árs.

Hækkunina miklu í Exista má t.d. rekja til verðmats Citigroup. Exista er langstærsti hluthafinn í Kaupþingi, með 18,94% hlut og hækkar sá hlutur verulega í virði þegar gengi Kaupþings mun hækka, sem virðist óumflýjanlegt að muni gerast á næstunni. Ennfremur má reikna með því að bjartsýni markaðarins aukist við tíðindi á borð við verðmatið og eru fjárfestingafélög sérlega næm fyrir sveiflum í væntingum. Engar aðrar fréttir hafa borist sem skýrt geta hækkunina en ef til vill má gera ráð fyrir að fjárfestar séu þegar farnir að gera ráð fyrir góðum arðgreiðslum frá Exista.

Aukinn áhugi erlendra aðila á íslenskum markaði ætti að leiða til aukinnar dýptar markaðarins, sem er jákvætt því verðmyndun verður mun skýrari og svokallaðar handaflsstýringar verða erfiðari, ef þær tíðkast þá hér á landi.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


mbl.is Hlutabréf hækkuðu í Kauphöll Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband