5.1.2007 | 10:58
Actavis hugsanlegur kaupandi
Viðskiptablaðið hefur eftir Wall Street Journal að samheitalyfjaarmur þýska lyfjarisans Merck sé til sölu á um 500 milljarða króna og jafnframt að Actavis sé nefnt til sögunnar sem hugsanlegur kaupandi. Fram kemur í frétt Viðskiptablaðsins að talsmaður Merck vilji ekki tjá sig um málið, og það vill talsmaður Actavis ekki heldur gera.
En skal einhvern undra að Actavis sé nefnt í þessu samhengi? Félagið hefur farið mikinn í yfirtökum á undanförnum misserum og enn virðist stærðarmarkmiðum ekki hafa verið náð. Það er ekkert neikvætt við að fyrirtækið sé nefnt í tengslum við kaup á erlendum stórfyrirtækjum, það er frekar til marks um að tekið hafi verið eftir þeim góða árangri sem Actavis hefur náð og að fyrirtækið njóti orðið mikillar virðingar.
Það er erfitt að segja til um hvort Actavis sé að íhuga kaup á samheitahluta Merck. Miðað við þær tölur sem nefndar eru í frétt Viðskiptablaðsins virðist það vera einum of stór biti að kyngja. Að minnsta kosti í bili.
En maður á víst aldrei að segja aldrei.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.