Actavis hugsanlegur kaupandi

Viðskiptablaðið hefur eftir Wall Street Journalsamheitalyfjaarmur þýska lyfjarisans Merck sé til sölu á um 500 milljarða króna og jafnframt að Actavis sé nefnt til sögunnar sem hugsanlegur kaupandi. Fram kemur í frétt Viðskiptablaðsins að talsmaður Merck vilji ekki tjá sig um málið, og það vill talsmaður Actavis ekki heldur gera.

En skal einhvern undra að Actavis sé nefnt í þessu samhengi? Félagið hefur farið mikinn í yfirtökum á undanförnum misserum og enn virðist stærðarmarkmiðum ekki hafa verið náð. Það er ekkert neikvætt við að fyrirtækið sé nefnt í tengslum við kaup á erlendum stórfyrirtækjum, það er frekar til marks um að tekið hafi verið eftir þeim góða árangri sem Actavis hefur náð og að fyrirtækið njóti orðið mikillar virðingar.

Það er erfitt að segja til um hvort Actavis sé að íhuga kaup á samheitahluta Merck. Miðað við þær tölur sem nefndar eru í frétt Viðskiptablaðsins virðist það vera einum of stór biti að kyngja. Að minnsta kosti í bili.

En maður á víst aldrei að segja aldrei.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband