8.1.2007 | 15:19
Maðurinn með tennurnar
Sjónvarpsstöðin Sirkus sýndi í gærkvöldi hreint frábæra heimildarmynd um einn fremsta tónlistarmann sögunnar, Freddie Mercury söngvara Queen. Fjallað var um söngvarann allt frá því í æsku þegar hann var í heimavistarskóla á Indlandi, fjarri fjölskyldunni sem bjó í eyríkinu Zanzibar við austurströnd Afríku.
Freddie var magnaður söngvari og duldist það engum sem sá þáttinn hversu mikil áhrif hann hefur haft á þær kynslóðir tónlistarmanna sem fylgdu í kjölfar Queen. Ég hef lengi verið aðdáandi hljómsveitarinnar og séð fleiri en eina heimildarmynd um Freddie Mercury en aldrei séð fjallað jafn ítarlega um æsku hans og ævi. Mikið var fjallað um samkynhneigð hans, nokkuð sem söngvarinn talaði sjaldan opinskátt um. Meðal annars kom fram að hann umgekkst Elton John, sem ekki opinberaði kynhneigð sína fyrr en mörgum árum eftir dauða Freddie.
Eins og ég hef áður greint frá hér lést Freddie Mercury úr alnæmi þann 24. nóvember 1991 og vakti dauði hans mikla athylgi á sjúkdómnum. Mér er það til efs að alnæmi hafi fengið jafn mikla umfjöllun, fyrra eða síðar. Hann fékk að vita af sjúkdómi sínum fjórum árum áður en viðurkenndi ekki að hann væri veikur fyrr en degi áður en hann lést. Orðrómur þess efnis hafði þó gengið í nokkurn tíma og þeim er séð hafa myndbandið við lagið These are the days of our lives dylst ekki að þar er á ferðinni helsjúkur maður.
Að lokinni heimildarmyndinni sýndi Sirkus síðan í heild sinni tónleika Queen á Wembley 1986, eina bestu rokktónleika sögunnar. Þetta var afar skemmtilegt framtak en hefði ekki mátt sleppa auglýsingapásunum í tónleikunum?
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Af mbl.is
Innlent
- Lagði á flótta eftir árekstur og grunaður um ölvun
- Tíu bækur tilnefndar til Hagþenkis
- Boðar ekki fund og verkföll fram undan að óbreyttu
- Gjöldum dembt á í blindni
- Þörf á fleiri læknum
- Skriður kominn á viðræðurnar
- Heimilisbrauð helmingi ódýrara í Prís en Bónus
- Mál skipverjanna fellt niður og rannsókn hætt
Erlent
- Réðst á hóp leikskólabarna þar sem tveir létust
- Trump segir Rússa mega búast við frekari aðgerðum
- Hvað er Trump búinn að gera?
- ESB bannar notkun á BPA í umbúðum um matvæli
- Níu handteknir vegna brunans á skíðahótelinu
- Trump myndi hugnast kaup Musks á TikTok
- Hafa til klukkan 17 til að senda starfsmenn í leyfi
- Heita því að tryggja þjóðaröryggi sitt
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.