Morgan Stanley í kjölfar Citi

Árið hefur byrjað vel á hlutabréfamarkaði hérlendis, líkt og í fyrra, en munurinn er sá að nú berast jákvæðar skýrslur að utan. Virtir erlendir bankar hafa birt verðmöt á Kaupþingi og mælir annar með kaupum og hinn með markaðsvogun. Þetta hefur virkað eins og vítamínsprauta á önnur fyrirtæki og frá áramótum hefur úrvalsvísitalan hækkað um 5,66%. Velta á hlutabréfamarkaði hefur einnig verið afar góð, 164,3 milljarðar frá áramótum - sem felur í sér að á fyrstu fjórum viðskiptadögum ársins er velta nærri helmingur af því sem hún var í öllum janúarmánuði í fyrra. Það var metmánuður og við getum átt von á að nú verði nýtt met slegið.

Jákvæðar skýrslur Citigroup og Morgan Stanley hafa virðast hafa aukið bjartsýni á markaði en það er rétt að gera sér þegar grein fyrir því að verðmöt verða ekki alltaf svona jákvæð. Það er líkt með þessum bransa og öðrum að sitt sýnist hverjum og erlendir aðilar eru mun gagnrýnni en aðrir. Þetta er til marks um að áhugi erlendra fjárfesta á íslenskum fyrirtækjum hefur aukist og víst má telja að fleiri erlend fyrirtæki taki að sér á næstu mánuðum að meta íslensk fyrirtæki.

Erlendir fjárfestar líta ennþá á íslenskan markað sem áhættusaman. Erlendir greiningaraðilar munu því verða mun gagnrýnni á íslensk fyrirtæki en innlendir aðilar kunna að vera. Fjárfestir sem tapar peningum á fjárfestingu eftir að mat frá greiningarfyrirtæki bregst er ekki líklegur til þess að skipta við það fyrirtæki á ný.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


mbl.is Morgan Stanley gefur út verðmat á Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband