8.11.2006 | 15:05
Enn ein ný lögmál í samskiptum? Um, yeah . . .
Blogg er vaxandi vettvangur á vegum fyrirtækja til að eiga samskipti við almenning. Vaxandi áhrifavaldur, einkum vestanhafs, þar sem blogg er meðal verkfæra sem fyrirtækin nýta í markaðslegum tilgangi. Hér á landi er bloggið rétt að fæðast sem samskiptaaðferð fyrirtækja við almenning. Raunar er hér á landi ekkert fyrirtæki sem bloggar af neinni alvöru nema eitt og það er raunar eitt af stærstu fyrirtækjum landsins. Það er óhætt að segja að þar sjái menn fram á veginn lengra nefi sínu! Kannski ekki að ástæðulausu sem forstjóri Olíufélagsins Essó nefnir Brimborg sem eitt framsæknasta fyrirtæki landsins er Fítonblaðið leitaði álits hans á því hvert væri það fyrirtæki sem stæði sig best í markaðsmálum.
Bolli Valgardsson | Head of Media Relations
bolli.valgardsson@gci.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.11.2006 | 11:53
Það sem ég hef ekki heyrt, hefur aldrei verið sagt?
Hvern dag hitti maður bísnissfólk sem ákveðið mótmælir tilvist ólíklegustu fyrirbæra. Sumt af fólkinu þekki ég vel. Aðra lítið. Aðra ekkert. Þó oftast ekkert. Óþægilegar aðstæður.
Voða skrýtið: fólk mótmælir, mismunandi ákveðið þó, að til sé einhver ákveðin hugmynd, rök, jafna, ákveðin aðferðarfærði, skilgreining m.m. Fólk vísar frá staðreyndum. Og tjáir sig án þeirra. Ég verð jafnoft orðlaus. Jafnvel ótta sleginn. Eigin tilvist hverfur í nokkrar nanósekundur við slíkar aðstæður. Hvernig á maður að haga sér við slíkar aðstæður? Afhveru eru svona margt fólk dífolt á því, að það sem það hefur ekki séð, sé ekki til?
Er að hugleiða þetta sem ráðgjafi í boðskiptum fyrirtækja.
Við lifum hvern dag fyrir það að öðlast e-ð nýtt: nýjan tilgang, nýja ást, ný föt, nýjan bíl, nýja íbúð, sjá nýja kvikmynd, nýja þekkingu. Við viljum þroskast? Ætli það sé kannski þannig, að það sem ekki hefur gerst, gerist ekki? Við erum kannski ekki að þroskast? Eða þarf ég að fara taka til hjá mér?
Guðjón H Pálsson, framkvæmdastjóri GCI Íslandi og GreyTeam Íslandi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2006 | 09:46
Vilja menn ekki eiga peninga?
Menn vakna á morgnanna (!), oftast of seint, skutla í sig jógúrt, krökkunum í leikskólann og sjálfum sér síðan í vinnuna. Og eru þar. Í átta tíma ef ekki lengur. Þetta endurtekur sig venjulega, fimm sinnum í viku. Eini tilgangurinn er að vinna sér inn peninga. Allar fullyrðingar um að menn séu að vinna vegna þess að það er gefandi, er auðvitað út í hött. Enginn vinnur kauplaust. Allir vilja kaup. Þó er skilyrði að vinnan sé gleðigjafi svo ekki sé hægt að skilgreina hana sem þrælamennsku og gefi þannig, eitthvað af sér.
Hvað vilja menn eiginlega?
Þrátt fyrir allt strit þá vilja menn ekki eiga peninga. Þeir losa sig nefnilega við þá eins fljótt og hægt er. Menn vilja eyða, ekki í spara og helst eyða áður en þeir eignast peninganna. Menn vilja að einhverjir aðrir eigi peninganna því að þeir eru miklu minna virði en þeir hlutir sem þeir geta fengið fyrir þá.
Tíminn er nauðsynlegur fyrir kaupið en menn eru þó að reyna að drepann (kannski er tímakaupið lágt þess vegna). Menn vinna sér inn sem mest af peningum á sem stystum tíma til að geta eytt þeim á enn styttri tíma. Peningar eru bara drasl og þess vegna er betra að láta aðra menn fá þá í skiptum fyrir hluti sem eru líka alltaf að hækka í verði. Hlutir eru líka gott að hafa, þeir endast skemur en peningarnir.
Peningana eða lífið?
Menn lifa á voninni um að lífið verði gjöfult og gleðilegt. Hér er komin ástæðan fyrir því að menn nenna að framleiða hluti, selja hluti og kaupa hluti. Tilgangurinn er að vera sjálfum sér og öðrum til gleði. Menn þurfa að lifa hratt vegna þess að tímanir breytast. Tískan kemur og fer. Óttalegt yrði að ganga ekki í augun á öðrum. Vera einsog aðrir en helst mjög sérstakur (annað er auðvitað tapú), hvernig sem það nú fittar saman að vera einsog hinir en samt sérstakur.
Ekki drepast úr leiðindum. Losum okkur við peninganna. Eyðum?
Guðjón H Pálsson, framkvæmdastjóri GCI Íslandi og GreyTeam Íslandi
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.11.2006 | 18:03
Grey EMEA best á sviði vörumerkjauppbyggingar
Grey EMEA hlaut nýlega Euro Effies Agency Network verðlaunin sem alþjóðafyrirtæki ársins á sviði vörumerkjauppbyggingar. Þetta er annað árið í röð sem Grey hlýtur verðlaunin.
Verðlaunin staðfesta styrkleika samvinnu Grey skrifstofanna um allan heim á þessu sviði og það mat viðskiptavina, sem leita til Grey þegar þróa, byggja og styrkja þarf vörumerkin í hinum harða heimi samkeppninnar. Sjá nánar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2006 | 18:02
Ný vörumerkjastefna Sony Ericsson
Sony Ericsson hefur ýtt úr vör herferð í sjónvarpi sem ætlað er að kynna nýjar áherslur fyrirtækisins í vörumerkjastefnu sinni. Herferðin leiddi til þess að Bartle Bogle Hegarty sagði upp milljóna punda viðskiptum við Sony Ericsson. McCann Erickson framleiddi sjónvarpsherferðina fyrir Sony Ericsson, en í henni er grænt vörumerki Sony Erickson sett fram með nálgun sem minnir mikið vörumerkið 'I heart NY', sem margir kannast við. BBH sagði upp samningi við Sony Ericsson, sem metinn er á um átta milljónir punda á Bretlandsmarkaði eftir að hafa orðið þess áskynja að Wolff Olins væri að vinna á bak við tjöldin fyrir Sony Ericsson að nýrri vörumerkjastefnu, sem BBH lýsti sig í grundvallaratriðum andvígt. Uppsögn BBH olli talsverðu fjaðrafoki í atvinnugreininni enda velta nú margir fyrir sér þeirri forgangsröð sem viðskiptavinir viðhafa þegar leita þarf ráðgjafar í jafnmikilvægu máli sem ný vörumerkjastefna er. Spurningin er; á að leita til auglýsingastofu í þeim efnum eða ráðgjafarfyrirtækis sem sérhæfir sig í vörumerkjum, þróun, styrkingu og stefnu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2006 | 17:59
Hvenær fáum við hvalkjötið?
Þessi saga er að vissu leyti vísbending um hversu mikið starf er óunnið í PR-málum fyrir hönd hvalkjötsins, bæði hvað veiðarnar varðar og markaðsmálin innanlands.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar