20.11.2006 | 10:46
Ómar Ragnarsson: Margt gáfulegra
Ummæli Ómars Ragnarssonar sitja í mér. Var viðstaddur þegar bíll ársins var tilkynntur á dögunum. Ómar hafði þar fortölur í víðum skilningi. M.a. kynnti hann skoðun sína á stórum bílum frá Ameríku. Veit ekki hvort þessar skoðanir voru faglegar eða persónulegar. Ætla má þær faglegar þar sem Ómar talaði fyrir hönd bílablaðamanna. Held þó að Ómar hafi hinsvegar misst sig í persónulegum skoðunum sínum um umhverfisvernd?
Gat ekki túlkað orð Ómars á aðra vegu en að mikil heimska fylgdi innflutningi og akstri slíkra risa bíla. Hann sagði, ef ég man rétt, að þessi bílar væru framleiddir fyrir heyflutninga á ökrum Ameríku?! Og meinti sennilega að þessir stóru bílar væru ekki framleiddir fyrir götur Reykjavíkur!?
Að mínu viti talaði maðurinn frekar óþægilega niður til þeirra sem hafa eitthvað með slíkar tegundir bíla að gera. Þarna stóðu nefnilega nokkrir íslenskir fulltrúar umboðsaðila stórra bíla frá Ameríku. Og þögðu.Ekki rétta stundin fyrir mótmæli.
Margt gáfulegra
Hvað er Ómar í raun að segja? Er hann að segja það mun gáfulegra að eiga mörg lítil farartæki? Gáfulegra að flytja inn og eiga einn örlítinn bíl frá Ítalíu, einn miðlungs pallbíl frá Japan og eina litla flugvél frá Ameríku - að minnsta kosti? Að eitt stórt tæki sé heimskulegt?
Ergó. Verðum öll að passa okkur. Líka Ómar. Málefnið helgar ekki meðalið þó hollt sé. Burðarþol góðrar blaðamennsku er það sama og burðarþol almannatengsla en það er að finna í bókinni um siðgæðin.
Að öðru leyti. Áfram Ómar!
Guðjón Heiðar Pálsson | Chief Executive | GCI Iceland | gudjon.palsson@gci.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.11.2006 | 15:49
Vindill er ekki bara vindill
Getur verið að ég hafi hringt í fagmann sem lifir góðu lífi, af því virðist, á því að búa til auglýsingar fyrir Netið. Hugðist afla mér frekari upplýsinga um fyrirbærið þar sem Netið er í víðum skilningi nýtt og næstum ónotað. Taldi fagmanninn hljóta vita sitthvað um netborðagerð þar sem hann, að eigin sögn, gerir ekki annað en að búa til netborða og 'standard verð á einföldum netborða' hjá þessum, einsog það var orðað, er kr. 65.000.
Komst fljótt að því að einfaldir netborðar á þessum verðlista urðu til úr engu og oftast sjálfs síns vegna - ekki vegna skilaboðana, ekki móttakandans né sendandans. Grafíkin er góð. Hefði kannski ekki átt að spyrja frekar um rafrænar boðleiðir Netsins. Hefði kannski ekki átt að spyrja um hvernig hann planeraði, það sem við getum kallað hér, 'hagrædda-miðlun' fyrir Netið (miðlun skilaboða sem eru 'þvinguð uppá' móttakandann, einsog t.d. auglýsing í miðri bíómynd).
Spurningin er nefnilega hvernig aðferðafræðilega er hægt að plana slíka miðlun fyrir Netið. Nóg um það.
Maðurinn sagði að ég væri ekki með fullu viti og á einhverju spítti. Hann hefði bara aldrei heyrt slíkt kjaftæði áður...! Auglýsing er bara auglýsing.
Fannst fagmaðurinn full hrokafullur. Við Íslendingar erum góðir í því að véfengja hvern annann. Skiptir engu hvort umræðuefnið er almennt eða sérfræði.
Erum við svona ung? Eitthvað er ekki til - hafi barnið ekki reynslu af því. Það sem barnið hefur ekki heyrt - hefur ekki verið sagt. Og hitt. Það hvarlar ekki einusinni að barninu að spá í hluti sem það hefur ekki séð. Það er bara ekki til.
Hef á tilfinningunni að ég sé kominn eitthvað yfir strikið; full hrokafullur. Barn er bara barn.
Jæja.
Guðjón Heiðar Pálsson | Chief Executive | GCI Iceland | gudjon.palsson@gci.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.11.2006 | 11:04
Merkur hagfræðingur horfinn af sjónarsviðinu
Einn merkasti hagfræðingur sögunnar er látinn. Þótt Milton Friedman hafi verið umdeildur og ekki allir sammála skoðunum hans er ljóst að fáir hafa haft jafn mikil áhrif og hann gerði. Þar skipar hann sér á bekk með þeim Adam Smith, David Ricardo og John Maynard Keynes, sem einn helsti mótandi hinna leiðu vísinda.
Það voru þó ekki aðeins kenningar Friedmans sem ollu deilum heldur einnig hlutir eins og að hann var einn helsti ráðgjafi herforingjastjórnarinnar í Chile, undir forystu Augusto Pinochet, í efnahagsmálum.
Segja má að þrír skólar hafi ríkt í hagfræði á 20. öldinni. Fyrst hinn klassíska hagfræði, þar á eftir Keynes-ismi og síðast en ekki síst nýklassísk hagfræði en þar var Friedman leiðandi afl. Það var á síðari hluta sjöunda áratugarins og á þeim áttunda sem kenningar hans náðu almennri hylli og árið 1976 hlaut Friedman Nóbelsverðlaun í hagfræði. Undirritaður, sem er hagfræðingur, hefur ekki aðhyllst skoðanir Friedmans hingað til en ég viðurkenni þó fúslega áhrif hans.
Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja er eitt af því sem við hjá GCI Íslandi höfum verið að fjalla um hérna á blogginu og verður meira til umfjöllunar en árið 1970 skrifaði Friedman mjög umdeilda grein í New York Times. Þar sagði hann að samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja væri að auka hagnað sinn eins mikið og hægt er. Greinin hét einmitt: "The Social Responsibility of Business is to Increase its Profits." Þessi skrif eru um margt lýsandi um Milton Friedman.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Milton Friedman látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2006 | 08:36
Orkuveitan í bullandi samkeppni
Vissulega get ég verið með mörg tæki á heimilinu en þá verða allir að horfa á það sama á hverjum tíma vegna þess að aðeins einn afruglari getur verið tengdur. Vonandi er Síminn/Skjárinn að vinna bug á þessari vitleysu sneggvast!! Í tilefni þessa má einnig nefna þá ótrúlegu stöðu að í mitt hús hefur verið leiddur ljósleiðari frá Orkuveitunni. Frábært! Ótrúleg gæði á sendingu og þetta er framtíðin (loksins komin) en... Orkuveitan þarf þá líka að telja sig knúna til að vera ekki bara veita heldur líka að keppa við 365 og Skjáinn um efni. Fáránlegt. Fyrir vikið vilja aðrar efnisveitur ekki tala við OR bíddu er ekki Sjálfstæðisflokkurinn kominn með Orkuveituna undir sinn hatt? Er opinbert fyrirtæki að keppa við einkaaðilana?? Laga þetta Guðlaugur.....
Þórmundur Bergsson | MediaCom | Managing Director Iceland | thormundur.bergsson@mediacom.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.11.2006 | 15:59
British Airways og nýja viðskiptafarrýmið
Það væri nú ekki amalegt að sitja á hinu nýja viðskiptafarrými British Airways sem verið er að innleiða í þotur félagsins sem sinna fjarlægum áfangastöðum frá London. Munur að geta lagst niður flatur og sofnað eða valið úr á öðru hundraði kvikmynda í nýja afþreyingakerfinu sem líka er verið að innleiða. Það kerfi verður reyndar smám saman innleitt á öll farrými í öllum flugflotanum.
Jafnvel þótt þetta nýja viðskiptafarrými verði ekki í þeim vélum sem sinna flugi til Íslands (enda stutt flug og litlar vélar) þá verður gaman þegar afþreytingakerfið verður komið í gagnið. Það er ánægjulegt hve landsmenn hafa tekið British Airways vel síðan áætlunarflugið hófst. Vélar félagins eru nánast í 100% tilfella fullsetnar - enda ekki von þegar farseðillinn kostar ekki nema rúmar 6 þúsund krónur aðra leið með sköttum og gjöldum. Auk þess er þjónustan um borð framúrskarandi og matur og allir drykkir í boði án endurgjalds.
Bolli.Valgardsson@gci.is
Fá náttföt og inniskó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.11.2006 | 14:16
Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja
Almannatengslafélag Íslands hélt í dag afar áhugaverðan hádegisverðarfund þar sem Paul nokkur Scott hélt tölu um fyrirbæri sem á ensku heitir Corporate Social Responsibility (CSR), eða samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja eins og það kallast á ástkæra ylhýra. Nánar tiltekið var efnið skýrslugerð fyrirtækja um hvað þau hafa tekið sér fyrir hendur í hinum ýmsu málaflokkum sem ekki falla undir kjarnastarfsemi þeirra.
CSR hefur á liðnum árum orðið allstór atvinnugrein enda mörgum fyrirtækjum í mun að sýna fram á að þau leggi sitt að mörkum til samfélagsins. Hér er svo sem ekki endilega verið að tala um fjárgjafir til mennta- eða líknarmála eða eitthvað í þeim dúr; innanhúsátak í umhverfismálum getur talist til samfélagslegrar ábyrgðar fyrirtækja.
Erindi Scotts var afar áhugavert, eins og áður sagði, og það er ljóst að íslensk fyrirtæki eru allaftarlega á merinni í þessum málum. Þó má gera ráð fyrir að það muni breytast á næstu árum og áratugum, sérstaklega hjá fyrirtækjum sem leita á erlenda markaði. Kröfur um bætta upplýsingagjöf aukast stöðugt og munu halda áfram að gera það. Það er því ljóst að hér er um sóknarfæri að ræða fyrir almannatengslafyrirtæki.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2006 | 16:20
Sveitamennska?
Egill Jóhannsson, framkvæmdastjóri Brimborgar, fjallar um almannatengsl í nýlegri færslu á bloggi sínu og þar spyr hann meðal annars hvort við þurfum ekki að vakna af sveitamennskunni í þessum málum. "Eru íslensk stjórnvöld nógu góð í að nýta sér almannatengsl til að koma sínum skoðunum á framfæri? Eru Íslendingar ekki nægjanlega vel undirbúnir undir áróðursstríð?" spyr Egill m.a.
Rifjum aðeins upp það sem gerðist í upphafi þessa árs þegar mikill styr stóð um íslenskt efnahagslíf og íslenskan fjármálamarkað. Þá dundu á okkur skýrslur og umsagnir erlendra greiningaraðila sem vægast sagt höfðu fátt jákvætt um okkur að segja. Einhverjir sögðu að rót þessarar umfjöllunar mætti finna í afbrýði og jafnvel hræðslu erlendra aðila í garð íslenskra útrásarvíkinga og sé það rétt má segja að hér hafi verið um áróðurstríð að ræða. Ekki skal úrskurðað um hvort það sé rétt mat á málum eða hvort um skipulagðan áróður hafi verið að ræða en eftir stendur að stormurinn hafði bæði jákvæð og neikvæð áhrif.
Álag á skuldabréf íslenskra útgefenda hækkaði og íslenskir bankar hafa ekki getað gefið út skuldabréf á evrópskum mörkuðum síðan. Gengi krónunnar lækkaði verulega og jafnvel má færa rök fyrir því að verðbólguskotið sem nú gengur yfir eigi rætur í umfjölluninni neikvæðu. Þetta er neikvæðu áhrifin en hver eru þá þau jákvæðu?
Jákvæðu áhrifin eru fyrst og fremst þau að aðilar á fjármálamarkaði hafa tekið upplýsingagjöf sína til gagngerrar endurskoðunar. Þeir sem starfa á erlendum fjármálamörkuðum eru mun kröfuharðari hvað varðar upplýsingagjöf en við eigum að venjast hér á landi og því fengum við Íslendingar að kynnast svo um munar. Fjárfestar byggja ákvarðanir sínar á upplýsingum og eðlilega vilja þeir síður festa peninga í fyrirtækjum sem ekki sinna upplýsingagjöfinni sem skyldi.
Færa má rök fyrir því að hefðu íslensk fjármálafyrirtæki haft öflugri PR-strúktúr þegar holskeflan reið yfir hefði verið hægt að verjast "árásum" erlendra samkeppnisaðila mun betur. Reynslan er hins vegar besti skólinn og er ljóst að menn hafa lært af þessu, sem mun koma að gagni þegar fram líða stundir.
Í áðurnefndri bloggfærslu sinni nefnir Egill Jóhannsson útspil Viðskiptaráðs Íslands þegar þeir Frederic Mishkin og Tryggvi Þór Herbertsson voru fengnir til þess að greina íslenskt efnahagslíf. Skýrsluna má nálgast hér. Þetta var að hans mati gott PR-starf. Það er vel hægt að taka undir þessi orð Egils. Vil þó benda á að það góða í þessu var að fá hinn bandaríska Mishkin til verksins. Með fullri virðingu fyrir Tryggva Þór hefði það haft lítið að segja ef hann hefði einn skrifað skýrsluna. Það hefði bara verið enn einn Íslendingurinn að bera hönd fyrir höfuð sér.
Almannatengsl eru tiltölulega ný grein á Íslandi og ekki allir hafa gert sér grein fyrir mikilvægi þeirra. Brautargengi þeirra er þó að aukast og æ fleiri stjórnendur fyrirtækja gera sér grein fyrir því að góð almannatengsl eru virðisaukandi.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2006 | 15:59
Skemmtileg uppátæki í harðri samkeppni
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2006 | 17:50
Fyrsta alþjóðlega fyrirtækið
Corporate blogging, eða fyrirtækjablogg, er ein hraðast vaxandi samskiptaleið fyrirtækja við umheiminn í dag. En þetta fyrirbæri hefur enn ekki náð fullri fótfestu á Íslandi þótt vissulega séu einhver fyrirtæki farin að gera tilraunir með bloggið.
Brimborg var fyrsta fyrirtækið sem hóf að blogga markvisst hér á landi og samkvæmt öruggum heimildum var Greyteam annað fyrirtækið sem skráði blogg á þessum vettvangi. Við fullyrðum því að Greyteam sé fyrsta alþjóðlega fyrirtækið á Íslandi sem bloggar.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | g.sverrir.thor@gci.is
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.11.2006 | 15:40
Er við hæfi að blogga á útlensku?
Varðandi þessa bloggtilraun, þá hefur eitt mál reynst okkur erfiðara en önnur. Staðreyndin er sú að öll okkar innri gögn, sem gætu vel átt heima hér á þessu bloggi, eru á ensku.
Þó að GCI og MediaCom séu alþjóðleg útibú sérfræðinga í boðskiptum/boðmiðlun þá erum við auðvitað fyrst og fremst þjóðleg enda allur bísniss lókal. Við tjáum okkur á íslensku þótt ekki sé nema til að ergja Dani (sem spyrja stundum hvort við tölum ekki aðallega dönsku á Íslandi). Það er ótrúlegt hve margir telja að enginn bísness sé lókal. Hjá okkur einnig; sumir vinnufélagar okkar erlendis vilja að starfsfólk útibúa tjái sig á ensku, hvort sem er í Reykjavík eða Síngapúr. Þetta er auðvitað bara bull. Við látum okkur nægja starfstitla á ensku sem oft er erfitt að þýða. Kannski höfum við nóg að gera í þýðingum á faglegum hugtökum en stefna fyrirtækjanna er að þýða sem mest af enskum vinnuhugtökunum þó að það mælist misjafnlega vel fyrir hjá löndum okkar!
Reyndar má deila um það hvort maður tali íslensku því hvern dag slettir maður svo svakalega að það mætti halda að maður fengi greitt fyrir það. Nóg um það. Aftur að upphafinu.
Málið snýst um það hvort við ættum að þýða gögn sem við teljum að eigi heima hér á þessu bloggi. Þetta veldur okkur hugarangri. Það er dýrt að þýða. Og það sem meira er - tíminn er naumur! Fljótur að líða. Langt efni orðið gamalt þegar það loksins hefur verið þýtt.
Einnig hefur komið upp sú spurning hvort áhugaverð fagleg gögn sé gott efni fyrir blogg. Og hvort ekki ætti frekar að spjalla eða blogga um gögnin í stað þess að birta þau einsog þau koma af skeppnunni.
Nú kemur uppí manni faglegur metnaður (eða er það kannski minnimáttarkennd?). Nú spyr maður sig hvort það eigi að vera munur á tilraunabloggi okkar og öðrum fyrirtækjabloggum. Við erum jú sérfræðingar og ráðgjafar í boðskiptum. Eigum við ekki að vita allt um blogg? Hmmm.
Á meðan við leitum niðurstöðu í málinu leyfum við okkur að blogga á öðrum málum en móðurmálinu. Og bloggum um hvaða mál sem er. Við erum jú, innrásarfyrirtæki - og þetta tilraunablogg. Byrjum á samantekt sem tekin er að láni frá Bulldog Reporters PR University; Understanding the Power of New PR Technologies: Blogs, RSS, Ezines and Podcasts. Hér á ensku!
Gudjon Heidar Palsson | Chief Executive Iceland | GreyTeam og GCI | gudjon.palsson@gci.is
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar