Færsluflokkur: GCI Iceland
22.5.2007 | 18:23
Íslenska orðið 'útvarp' þýðir það sama og 'broadcasting'
Orðið útvarp er vanmetið. Og misskilið. Því oftast er það notað í merkingunni hljóðvarp en ekki í merkingunni að dreifa merkjum víða sem er mun víðtækari og í raun mun réttari merking. Og bein þýðing á merkingu enska orðsins broadcasting.
Eflaust má rekja þennan óvana til þess að Ríkisútvarpið gamla hóf hljóðvarpssendingar áratugum fyrr en sjónvarpssendingar. Ríkisútvarpið var kallað útvarpið á meðan starfsemi þess snerist eingöngu um hljóðvarpssendingar, en ekki sjónvarpssendingar, sem leiddi til þess að orðið útvarp fór smám saman að merkja það sama og radio en ekki broadcasting.
Besta íslenska þýðingin á enska orðinu broadcasting er auðvitað þetta stutta og laggóða, hreina, tæra orð útvarp. Því broadcasting merkir að dreifa merkjum víða. Varpa merkjunum út. Breska ríkisútvarpið heitir BBC, eða British Broadcasting Service. Og þessvegna heitir Ríkisútvarpið einmitt Ríkisútvarpið, svona í höfuðið á sinni móðurlegu bresku fyrirmynd.
Enska orðið radio svínvirkar. Líka television og TV. Þessi orð eru eiginlega jafngóð og íslenska orðið sími, sem er frábært upprunaorð og oft notað sem dæmi um bestu nýyrði íslenskrar tungu. Sjónvarp er líka fín þýðing á television þótt aldrei hafi fundist íslensk útgáfa á styttingunni TV.
En orðið hljóðvarp er auðvitað hundleiðinlegt orð, tilgerðarlegt og óþjált. Ef til vill vegna þess að maður hefur aldrei vanist því. Og útvarp er vissulega ágæt þýðing á radio, það verður að viðurkennast. En vandamálið er að útvarp á mun betur merkingarlega við broadcasting en radio.
Orðin hljóðvarp, sjónvarp og útvarp, eru öll listasmíð og snilldarþýðingar á orðunum radio, television og broadcasting. Það virðist engin leið að finna betri þýðingar á þessum heimsfrægu ensku orðum. Vandinn er bara sá að inn í íslenska tungu og hugsun vantar nothæft orð yfir broadcasting sem allir skilja strax hvað merkir. Það er í raun ekki til í dag. Þótt hugtakið broadcasting sé kýrskýrt í hugum enskumælandi fólks er það eiginlega ekki til í hugsun almennings á Íslandi. Og íslensk hugsun (og íslensk tunga) verður fyrir vikið örlítið fábreyttari. Hún þyrfti endilega að fá skýra íslenskun á hugmyndinni og merkingunni bak orðinu broadcasting. Í eitt skipti fyrir öll.
Það vantar semsagt heilt orð í hugsun Íslendinga. Heilt hugtak. Og þegar maður pælir í því þá er íslenskan svo orðafá miðað við til dæmis ensku, að þetta leiðir hugann að öllum hinum orðunum og hugtökunum sem vantar í íslenska hugsun. Það vantar eiginlega þúsundir orða í hugsun Íslendinga!
Ragnar Halldórsson, GCI.
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Af mbl.is
Íþróttir
- Víkingar náðu naumlega jafntefli
- Opnaði markareikninginn fyrir Íslendingafélagið
- Viktor talar og hlær í svefni
- Lítið sofinn en ekki illa sofinn
- Liverpool óstöðvandi í Meistaradeildinni
- Stórstjarna Frakka fór mikinn í öruggum sigri
- Valskonur fjarlægðust botnsvæðið
- Íslandsmeistararnir áfram á sigurbraut
- Annar sigur Þórsara gegn toppliðinu á fjórum dögum
- Lærisveinar Alfreðs áttu ekki roð í meistarana