27.2.2007 | 14:25
Ekki allir á eitt sáttir
Það á ekki að þurfa að koma neinum á óvart að erlendir sérfræðingar skuli gagnrýna matsfyrirtækið Moody's fyrir að hafa veitt íslensku bönkunum hæstu mögulegu lánshæfiseinkunn. Sérstaklega í ljósi þess að mun stærri og öflugri erlendir bankar hafa lægri einkunn og ber þá helst að nefna hollenska bankann ABN Amro.
Lánshæfiseinkunn segir okkur hversu miklar líkur matsfyrirtækið telur á því að lántakandinn standi ekki við skuldbindingar sínar, þ.e. hversu miklar líkurnar eru á vanskilum. Hæsta einkunn þýðir að líkur á vanskilum eru nánast engar og lægsta einkunn þýðir að nánast öruggt er að vanskil verði.
Vissulega eru bankarnir okkar öflugir en varla svo öflugir að líkur á vanskilum eru engar. Flestir virðast þeirrar skoðunar að sérfræðingar Moody's hafi í mati sínu gert ráð fyrir að íslenska ríkið myndi verja bankanna ef í harðbakkan slær en spurningin er hvort íslenska ríkið geti það. Bankarnir eru orðnir það stórir að þeir passa í raun ekki lengur inn í hið litla íslenska hagkerfi. Þannig má færa rök fyrir því að matið sé að einhverju leyti á misskilningi byggt.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Greiningardeildir erlendra banka gagnrýna lánshæfismat Moody's | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.