Ekki allir á eitt sáttir

Það á ekki að þurfa að koma neinum á óvart að erlendir sérfræðingar skuli gagnrýna matsfyrirtækið Moody's fyrir að hafa veitt íslensku bönkunum hæstu mögulegu lánshæfiseinkunn. Sérstaklega í ljósi þess að mun stærri og öflugri erlendir bankar hafa lægri einkunn og ber þá helst að nefna hollenska bankann ABN Amro.

Lánshæfiseinkunn segir okkur hversu miklar líkur matsfyrirtækið telur á því að lántakandinn standi ekki við skuldbindingar sínar, þ.e. hversu miklar líkurnar eru á vanskilum. Hæsta einkunn þýðir að líkur á vanskilum eru nánast engar og lægsta einkunn þýðir að nánast öruggt er að vanskil verði.

Vissulega eru bankarnir okkar öflugir en varla svo öflugir að líkur á vanskilum eru engar. Flestir virðast þeirrar skoðunar að sérfræðingar Moody's hafi í mati sínu gert ráð fyrir að íslenska ríkið myndi verja bankanna ef í harðbakkan slær en spurningin er hvort íslenska ríkið geti það. Bankarnir eru orðnir það stórir að þeir passa í raun ekki lengur inn í hið litla íslenska hagkerfi. Þannig má færa rök fyrir því að matið sé að einhverju leyti á misskilningi byggt.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


mbl.is Greiningardeildir erlendra banka gagnrýna lánshæfismat Moody's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband