Ys og þys út af engu?

Mikil læti hafa verið á hlutabréfamörkuðum heimsins í kjölfar þess að helsta kínverska hlutabréfavísitalan lækkaði um nær 9% í gærmorgun. Það var eins og við manninn mælt að í kjölfarið lækkuðu allar helstu vísitölur heims um 2-4% á einum degi. Þótt eitthvað hafi lækkunin í Kína gengið til baka í dag (eða nótt) á hið sama ekki við um evrópska hlutabréfamarkaði. Strax við opnun féllu markaðir áfram en nú virðist þó sem að ró sé að færast yfir og hefur fall dagsins að einhverju leyti gengið tilbaka. Í Bandaríkjunum hafa markaðir jafnað sig og eru vísitölur þar farnar að hækka á ný þótt ekki séu lokagildi mánudagsins innan seilingar.

 

Það getur verið mjög áhugavert og skemmtilegt að lesa í sveiflur sem þessar og leita ástæðna þeirra og eru niðurstöður sérfræðinga of æði misjafnar. Að mínu mati er það fréttnæmasta í þessum hiksta - ef svo má orða það - að sveiflur í Kína skuli hafa jafn víðtæk áhrif og raun ber vitni. Það sýnir svo ekki verður um villst að Kína skiptir æ meira máli á mörkuðum heimsins.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband