Skemmtilegasti skákviðburður ársins

Síðari hluti Íslandsmóts skákfélaga 2007 verður hefst á morgun og seint á laugardagskvöld verður ljóst hvaða félag hampar Íslandsmeistaratitlinum.

Íslandsmót skákfélaga má ef til vill kalla þjóðhátíð íslenskra skákmanna. Þetta er stærsti og að margra mati, þ.m.t. undirritaðs, skemmtilegasti skákviðburður ársins. Meira en 400 skákmenn koma sama til þess að tefla og hitta vini og kunningja sem þeir hitta annars allt of sjaldan. Jafnframt er mótið oft eina tækifæri skákmanna utan af landi til þess að koma til höfuðborgarsvæðisins og setjast við taflborðið. Svo er nú alltaf bara einhvern veginn meiri sjarmi yfir liðakeppnum en einstaklingskeppnum.

Það væri ekki úr vegi að athuga hvort fjölga mætti umferðum í mótinu eða jafnvel bara að halda fleiri mót af þessu tagi.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband