Elska skaltu náunga þinn

Undirritaður þurfti nýlega að bregða sér norður yfir heiðar og kaus ég að fara akandi þar sem erindi mitt í höfuðstað Norðurlands krafðist þess að ég hefði bíl til ráðstöfunnar. Aksturinn var mér efni í nokkrar bloggfærslur, flestar þeirra í neikvæðum tón en eitt sá ég jákvætt og er ekki best að byrja á því góða.

Þegar ég fór yfir Holtavörðuheiðina var veður þar ekki með besta móti og sá ég þó nokkra bíla sitja fasta utan vegar. Einn þeirra hafði fest sig rækilega í skafli á suðurleið og þegar ég kom að sá ég nokkra bisa við að reyna að losa hann. Það tókst að lokum með hjálp jeppaeiganda eins sem dró bílinn úr skaflinum á þrælöflugum jeppanum en mér þótti vænt um að sjá að þegar þess gerist þörf er samkennd Íslendinga enn slík að menn stöðva og veita hver öðrum aðstoð við aðstæður sem þessar. Þeir sem að mestu leyti aka hér um í höfuðborginni bera flestir vitni um að gatnagremja (e. road rage) hefur færst í aukana.

Menn aka oft á tíðum afar glannalega og steyta síðan hnefann í þann sem ef til vill náði ekki að færa sig nógu snemma. Þetta eru fylgikvillar hins aukna hraða í samfélaginu en gott er til þess að vita að þegar út í óbyggðirnar er komið láta menn skynsemina ráða ferðinni og hjálpast að.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband