Upplýsingaskortur í upplýsingasíma

Vegagerðin heldur úti upplýsingaþjónustu um færð og veður á vegum landsins, sem er hið besta mál en að mati undirritaðs mætti þó vanda aðeins betur til verka. Eins og ég greindi frá í síðustu færslu þurfti ég að aka til Akureyrar í síðustu viku, að kvöldlagi, og hafði áhyggjur af veðri á Holtavörðuheiðinni, enda hafði þar verið leiðindaveður fyrr í vikunni.

Hringt var í upplýsingasíma Vegagerðarinnar um veður, sími 1779, og þar fengust þær upplýsingar að á Holtavörðuheiði hefðu 5 mínútum áður verið norðanátt og vindhraði 7 metrar á sekúndu, sem jafngildir um 4 vindstigum (stinningsgolu) á gamla kvarðanum, lofthiti var um frostmark og veghiti -1 gráða.

Með þetta var lagt í hann en þegar á heiðina var komið var þar all slæmt veður svo ekki sé fastar að orði kveðið. Snjó kyngdi niður og skyggni var sama og ekkert. Til gamans hringdi ég aftur í upplýsingasímann og fékk sömu upplýsingar og áður. Eina breytingin var sú að tíminn hafði verið uppfærður sem og fjöldi bíla.

Ekkert var minnst á úrkomu, athugið að snjókoma var töluverð, sem þó ætti að áhugavert fyrir ökumenn að hafa upplýsingar um. Það finnst mér í meira lagi undarlegt.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband