15.3.2007 | 10:38
Upplýsingaskortur í upplýsingasíma
Vegagerðin heldur úti upplýsingaþjónustu um færð og veður á vegum landsins, sem er hið besta mál en að mati undirritaðs mætti þó vanda aðeins betur til verka. Eins og ég greindi frá í síðustu færslu þurfti ég að aka til Akureyrar í síðustu viku, að kvöldlagi, og hafði áhyggjur af veðri á Holtavörðuheiðinni, enda hafði þar verið leiðindaveður fyrr í vikunni.
Hringt var í upplýsingasíma Vegagerðarinnar um veður, sími 1779, og þar fengust þær upplýsingar að á Holtavörðuheiði hefðu 5 mínútum áður verið norðanátt og vindhraði 7 metrar á sekúndu, sem jafngildir um 4 vindstigum (stinningsgolu) á gamla kvarðanum, lofthiti var um frostmark og veghiti -1 gráða.
Með þetta var lagt í hann en þegar á heiðina var komið var þar all slæmt veður svo ekki sé fastar að orði kveðið. Snjó kyngdi niður og skyggni var sama og ekkert. Til gamans hringdi ég aftur í upplýsingasímann og fékk sömu upplýsingar og áður. Eina breytingin var sú að tíminn hafði verið uppfærður sem og fjöldi bíla.
Ekkert var minnst á úrkomu, athugið að snjókoma var töluverð, sem þó ætti að áhugavert fyrir ökumenn að hafa upplýsingar um. Það finnst mér í meira lagi undarlegt.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.