26.3.2007 | 09:48
Aðgát skal höfð
Það er aldrei of varlega farið í umgengni við netið eins og fram kom í fréttum RÚV klukkan 9 í morgun. Þar segir að tíundi hver Breti sem átti í viðskiptum á netinu á síðasta ári, þ.e. keypti eitthvað í gegnum netið, hafi verið féflettur á einn eða annan hátt. Sumir hafa keypt köttinn í sekknum, þ.e. ekki fengið það sem þeir ætluðu sér á meðan aðrir hafa séð peningana hverfa eftir að hafa farið óvarlega með greiðslukorta eða heimabankaupplýsingar sínar.
Netið hefur haft ótrúleg áhrif í mannlegu samfélagi á undanförnum árum og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun. En eins og með allt annað sem jákvætt er hefur þetta í för með sér að einhverjir sjá tækifæri á að fara aðeins á sveig við lögin og hagnast á því að aðrir gæta ekki að sér. Spurningin er hvort hægt sé að koma í veg fyrir slíkt athæfi eða ekki.
Að sjálfsögðu er erfitt að koma í veg fyrir gamaldags vörusvik á netinu en hvað varðar aðgang netþrjóta að persónulegum upplýsingum hlýtur það að verða eitt af stóru verkefnum næstu ára að finna öryggislausnir til þess að koma í veg fyrir að slíkar upplýsingar liggi á glámbekk.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.