Há og lág ljós

Eitt af því sem undirritaður varð var við þegar ég brá mér norður yfir heiðar nýlega var að íslenskir ökumenn eru margir hverjir frekar kærulausir í notkun háljósa. Meirihluta leiðarinnar ók ég í myrkri og oftar en ekki lenti ég í því að bílstjórar sem komu á móti lækkuðu ekki ljósin fyrr en ég var búinn að setja háljósin hjá mér aftur á. Það var eins og menn hugsuðu ekki út í að lækka ljósin fyrr en þeir voru minntir á það, nú eða þá að þeim var alveg sama.

Ég bjó lengi í Svíþjóð þar sem ég var við nám og reynsla mín af akstri á þjóðvegum þar í landi er allt önnur, þar voru menn almennt mjög snöggir að lækka ljósin. Oft svo snöggir að þeir lækkuðu nánast áður en bíllinn var í sjónmáli. Þetta eru ef til vill öfgar í hina áttina og gildir þá hið sama og oft áður, þ.e. að finna hinn gullna meðalveg.

Annað sem ég varð var við er að sumir hika ekki við að vera með háljósin kveikt þótt bíll sé fyrir framan. Slíkt getur verið stórhættulegt þar sem ljósin endurspeglast í baksýnisspeglinum og geta blindað ökumann bílsins fyrir framan.

Er þetta ekki allt saman spurning um tillitssemi í umferðinni.

Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Færsluflokkar

Hver bloggar

GreyTeam Íslandi ehf
GreyTeam Íslandi ehf
TILRAUNABLOGG: Fyrirtækið GreyTeam Íslandi - Icelandic Communications Service, er rekstrarfélag fyrirtækja Grey Global Group - WPP á Íslandi. Félagið þjónar GCI almannatengslum (Grey Communications International Íslandi ehf.), MediaCom Íslandi ehf. (auglýsingabirtingar), erlendum systurfyrir- tækjum og viðskipta- vinum þeirra. Í heild starfa um 94.000 manns hjá samsteypunni á um 2.000 skrifstofum í u.þ.b. 110 löndum. 10 starfsstöðvar eru í Reykjavík.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nota bene

Tracking

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband