3.4.2007 | 15:59
Há og lág ljós
Eitt af því sem undirritaður varð var við þegar ég brá mér norður yfir heiðar nýlega var að íslenskir ökumenn eru margir hverjir frekar kærulausir í notkun háljósa. Meirihluta leiðarinnar ók ég í myrkri og oftar en ekki lenti ég í því að bílstjórar sem komu á móti lækkuðu ekki ljósin fyrr en ég var búinn að setja háljósin hjá mér aftur á. Það var eins og menn hugsuðu ekki út í að lækka ljósin fyrr en þeir voru minntir á það, nú eða þá að þeim var alveg sama.
Ég bjó lengi í Svíþjóð þar sem ég var við nám og reynsla mín af akstri á þjóðvegum þar í landi er allt önnur, þar voru menn almennt mjög snöggir að lækka ljósin. Oft svo snöggir að þeir lækkuðu nánast áður en bíllinn var í sjónmáli. Þetta eru ef til vill öfgar í hina áttina og gildir þá hið sama og oft áður, þ.e. að finna hinn gullna meðalveg.
Annað sem ég varð var við er að sumir hika ekki við að vera með háljósin kveikt þótt bíll sé fyrir framan. Slíkt getur verið stórhættulegt þar sem ljósin endurspeglast í baksýnisspeglinum og geta blindað ökumann bílsins fyrir framan.
Er þetta ekki allt saman spurning um tillitssemi í umferðinni.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Af mbl.is
Viðskipti
- Ríkisstarfsmenn elta vildarpunkta
- Var um tíma hætt að lítast á blikuna
- Stefnt að afgreiðslu Íslandsbankasölu á vorþingi
- Jakob Ásmundsson nýr framkvæmdastjóri DTE
- Slakt þjónustustig stofnana
- Hlutfall Marels í OMX 15 mun halda áfram að minnka
- Munurinn sýni fram á einokun
- Samdráttur í sölu kampavíns í fyrra
- Breytti landslagi markaðarins
- Krísur eru álagspróf fyrir vörumerki
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.