4.4.2007 | 11:27
Á að afnema jólin?
Ég verð að taka undir sjónarmið þess efnis að ekki sé við hæfi að halda úrslitakeppni frekar ófyndinna brandarakarla á föstudaginn langa. Sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að brandarar þeir sem látnir eru flakka í slíkum keppnum eru sjaldan mjög heflaðir.
Föstudagurinn langi er einn allra helgasti dagur kristinnar trúar og auk þess er hann sorgardagur. Það gildir einu hvort fólki finnist þetta vera úrelt hefð - ef hin kristilega skírskotun páskanna er orðin úrelt hlýtur það sama að eiga við um jólin. Með sömu rökum mætti því afnema jólin.
Með því að setja keppni á borð við þessa á Föstudaginn langa er verið að lýsa frati á gamlar hefðir - hefðir sem við ættum að heiðra.
Guðmundur Sverrir Þór | Head of Financial Communications | GCI Iceland | g.sverrir.thor@gci.is
Fáránlegt að úrslitakvöld Fyndnasta manns Íslands sé á föstudeginum langa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Nýjustu færslur
- Nokkur orð um fjölmiðlaumfjöllun vegna G3 farsímaauglýsingar
- Hvað er faglegt? Hvað er persónulegt? Veist þú það?
- Ágrip af einhvers konar æsku
- Okkur finnst ársskýrslur skemmtilegar (!)
- Ef 'almannatengslafirma' er bíll, er 'auglýsingastofa' vatnsk...
- Skýr hugsun er órjúfanlega tengd því orði sem á við hana
Nota bene
Tracking
Áhugaverðar síður
Okkar síður erlendis ásamt öðrum áhugaverðum
-
Jón Örn Marinósson
Jón Örn Marinósson - GCI bloggar í Danmörku
-
GCI Denmark
Systurfyrirtæki - Almannatengslafélag Íslands
-
British Airways
Íslandsvefurinn -
Brimborg bloggar
Fyrirtækjablogg -
Egill Jóhannsson
Vangaveltur Egils -
Microsoft Íslandi
Íslenska síðan -
Brimborg
Aðalsíða Brimborgar: Citroën, Ford, Mazda, Volvo -
Grey New York
Augl.stofa -
G2
Systurfyrirtæki -
MediaCom World wide
Alþjóðleg síða -
GCI Group
Alþjóðleg síða -
Grey Global Group Nordic
Norðurlöndin -
Grey Global Group
Höfuðstöðvar
Athugasemdir
Ég sem maður er lifir lífinu án Kristni á þá bara þjást fyrir það að þeir sem trúi á þennan skáldskap sem kristni er byggð á telji sig merkilegri en aðrir.
Ágúst (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 12:46
Á hvern hátt þjáir það þig að brandarakeppni sé ekki haldin á Föstudaginn langa heldur einhvern hinna daga ársins?
Það skiptir engu hvort kristni er skáldskapur eða ekki, þú lifir í samfélagi þar sem þessi trú er viðhöfð og hefðir samfélagsins byggja að mörgu leyti á henni.
Á móti er hægt að spyrja: Tekur þú þér frí frá vinnu um páskahelgina, þ.e. ef aðstæður leyfa?
GreyTeam Íslandi ehf, 4.4.2007 kl. 13:30
þetta er ekki spurning bara um brandara keppni þetta er spuring um að kristnir setja sig á hærri stal en aðrir og vegna þeirra þá get ég ekki mætt í vinnu þar sem vinnustaðnum er lokað og vegna þeirra þá get ekki notað þennan dag til neins gagns vegna þess að þetta er dagur kristina manna og aðrir verða að bera virðingu fyrir þeim.
Það að allt sé lokað er tímaskekkja það á að ríkja trúfrelsi í landinu og þar með á fólki að vera frjálst að gera það sem það vill á þessum degi.
AÐSKILNAÐUR RÍKIS OG KIRKJU ER LÖNGU TÍMABÆR
Ég bað ekki um frí frá vinnu ég er skyldaður í frí svo ekki nota svona ódýrt atriði eins og frí sem ástæða fyrir því að ég eigi að sætta mig við þessa vitleysu sem páskanir eru.
Ágúst (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 16:39
Það er gott að sjá að til eru þeir sem eru svo fastir á sinni skoðun að þeir vilji vinna um páskana, flestir fagna því að fá frí. Ég geri ráð fyrir því að þú sért sömu skoðunar um jólin.
Ástæðan fyrir því að ég nefndi frí um páskana er sú að margir eru mótfallnir því að páskarnir séu haldnir heilagir en jafn mótfallnir því að þessir þrír auka frídagar séu afnumdir.
GreyTeam Íslandi ehf, 5.4.2007 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.